Umdeild meðferð

Íslenskir íþróttafréttamenn hafa gert það að listgrein að beita orðinu umdeilt rangt. Nýjasta dæmið er að finna í íþróttafréttum á Stöð 2 í gær. Þar var sagt frá vítaspyrnu sem dæmd var í leik Sevilla og Tottenham í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á Skírdag. Orðrétt sagði að vítaspyrnan hefði "þótt afar umdeildur dómur."

Hlutir eru annað hvort umdeildir eða ekki, þeir þykja ekki umdeildir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt orðalag heyrist og virðist sem íþróttafréttamenn geri ekki greinarmun á því að vera umdeilt og umdeilanlegt. Hlutur getur þótt umdeilanlegur, eða jafnvel vafasamur, en sé deilt um þá eru þeir umdeildir.

Og hananú.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband