11.1.2007 | 11:34
Verðbólga líklega niður ... svo aftur upp?
Hagstofa Íslands mun á morgun birta vísitölu neysluverðs (VNV) fyrir janúarmánuð og má telja fullvíst að tólf mánaða verðbólga lækki frá því í desember. Greiningardeild Landsbankans hefur spáð lítilsháttar hækkun (0,2%) en Greining Glitnis hefur spáð óbreyttri vísitölu. Gangi spá Landsbankans eftir verður verðbólgan 6,8% en gangi spá Glitnis eftir verður verðbólgan 6,6%.
Til þess að verðbólga haldist óbreytt þarf vísitalan að hækka um 0,4% á milli mánaða og virðist fátt benda til þess. Undirritaður hefur litlar forsendur til þess að spá fyrir um breytinguna en það hafa greiningardeildirnar og er spáskekkja þeirra sjaldan mikil. Þess má reyndar geta að undirritaður spáði því í frétt í Morgunblaðinu þann 11. ágúst 2006 að verðbólgutoppnum væri náð. Skemst er frá því að segja að spáin gekk eftir.
Svo gæti þó farið að verðbólga hækki eitthvað á milli janúar og febrúar en það fer allt eftir því hversu djúp útsöluáhrif verða. Til þess að verðbólga mælist 6,6% í febrúar þarf vísitalan að lækka niður í 266,0 stig en nú er hún 266,2 stig. Þegar líður á vor og sumar má gera ráð fyrir að verðbólga lækki töluvert en fram eftir síðasta ári hækkaði hún töluvert og því þarf VNV að hækka mikið nú til þess að verðbólgan haldist stöðug.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Innlent
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
- Nýtt erfðakort eykur skilning á heilsu og frjósemi
- Arna McClure mun enn sæta rannsókn
Viðskipti
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
- Hafa lokið 4 milljarða fjármögnun
- Tilnefna í stjórn Kaldvíkur
- Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu
- Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki
- Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair
- Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.