Verðbólga líklega niður ... svo aftur upp?

Hagstofa Íslands mun á morgun birta vísitölu neysluverðs (VNV) fyrir janúarmánuð og má telja fullvíst að tólf mánaða verðbólga lækki frá því í desember. Greiningardeild Landsbankans hefur spáð lítilsháttar hækkun (0,2%) en Greining Glitnis hefur spáð óbreyttri vísitölu. Gangi spá Landsbankans eftir verður verðbólgan 6,8% en gangi spá Glitnis eftir verður verðbólgan 6,6%.

Til þess að verðbólga haldist óbreytt þarf vísitalan að hækka um 0,4% á milli mánaða og virðist fátt benda til þess. Undirritaður hefur litlar forsendur til þess að spá fyrir um breytinguna en það hafa greiningardeildirnar og er spáskekkja þeirra sjaldan mikil. Þess má reyndar geta að undirritaður spáði því í frétt í Morgunblaðinu þann 11. ágúst 2006 að verðbólgutoppnum væri náð. Skemst er frá því að segja að spáin gekk eftir.

Svo gæti þó farið að verðbólga hækki eitthvað á milli janúar og febrúar en það fer allt eftir því hversu djúp útsöluáhrif verða. Til þess að verðbólga mælist 6,6% í febrúar þarf vísitalan að lækka niður í 266,0 stig en nú er hún 266,2 stig. Þegar líður á vor og sumar má gera ráð fyrir að verðbólga lækki töluvert en fram eftir síðasta ári hækkaði hún töluvert og því þarf VNV að hækka mikið nú til þess að verðbólgan haldist stöðug.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband