Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?

Tilgangurinn með fyrirtækjabloggi Grey Team Iceland, GCI Group Iceland og MediaCom Iceland er að koma sjónarmiðum samsteypunnar á framfæri í gegnum boðrásarkerfið veraldarvefinn með boðleiðinni blog.is

Boðmiðlunartungumálið lýtur að sjálfsögðu lögmálum boðmiðlunarinnar og endurspeglar þessvegna þá hugsun sem býr að baki hverri fagaðgerð, markmiðum og stefnumótun. Það er talað um ‘boðmiðlun’ (PR eða auglýsingar) og ‘boðskipti’ (bein samskipti á milli manna). Svo eru ‘boðrásarkerfi’ (til dæmis sjónvarp, hljóðvarp, veraldarvefurinn, bíó, dagblöð, tímarit) og ‘boðleiðir’ (til dæmis Stöð 2 eða Sjónvarpið, Bylgjan eða Rás 2, mbl.is, eða visir,is, Smárabíó eða Regnboginn, Fréttablaðið eða Morgunblaðið, Mannlíf eða Sagan öll).

Kerfisbundin, fagleg vinnubrögð

Til að ná eftirsóttum markmiðum og uppfylla þau gæði sem eiga að einkenna allt starf GCI Group Iceland eru kerfisbundin, fagleg vinnubrögð lífsnauðsynleg. Kerfisbundin og fagleg vinnubrögð eru aðallega sambland af tvennu: Faglegri (og víðtækri almennri uppsafnaðri) þekkingu ( m.a. á lögmálum heimsins og mannlífsins, auk uppsafnaðrar visku) og sjálfsaga. 

Og þá er grundvallaratriði að gera greinarmun á því sem er annars vegar faglegt (professional) og hins vegar persónulegt (personal). Það er mjög auðvelt að ‘finnast’ eitthvað svona prívat og persónulega. Manni ‘finnst’ þetta og hitt, án þess sérstök rök hnígi endilega til þess að það sé ‘rétt’ hjá manni eða ‘rangt’. Manni bara ‘finnst’ það, hvort sem það er ‘gáfulegt’ eða ‘heimskulegt’ hjá manni.

Faglegar skoðanir vs. prívatskoðanir

Segja má að alltof oft stjórnist alltof stór hluti þjóðfélagsins af þess konar duttlungarfullum prívatskoðunum, sem eru oftast án nokkurs aðhalds frá sjónarmiðum sanngirni eða upplýstrar skynsemi. Sem er auðvitað afleitt. En einmitt þessvegna segjum við hjá GCI Group Iceland að ekkert pláss sé fyrir prívatskoðanir ráðgjafa og starfsfólks hjá okkur. Bara skoðanir sem eru faglegar. Og þessvegna setjum við ráðgjafarnir upp fagleg sólgleraugu í hvert sinn sem við löbbum inn á skrifstofuna. Oftast tökum við þau ekki einu sinni af nefinu þegar við förum þaðan. Og ef við gerum það þegar við komum heim, þá erum við alltaf með þessi sólgleraugu við hendina og setjum þau upp hvar og hvenær sem við þurfum þess Cool.

Viltu ganga að eiga..?...Já!

(Ef viðskiptavinur með áríðandi erindi hringdi til dæmis í okkur, í okkar eigin giftingarathöfn, milli þess sem presturinn spyrði ‘viltu ganga að eiga...’ og við segðum ‘já’, myndum við setja augnablikið á ‘hold’, setja á okkur faglegu sólgleraugun, svara símanum, hefja vinnu við úrlausn málsins eða leysa það strax, taka augnablikið svo úr pásu og segja svo hátt og skýrt: ‘já’.)

Við pössum vel upp á perluna

Frá og með þessum orðum ætlum við að fara inn í faglegu skelina hér á blog.is, taka með okkur perluna og loka skelinni á eftir okkur í þeirri merkingu að engin prívatnöfn birtist hér lengur. En áður en við gerum það ætlum við að minna á algjöra hreinskilnismenningu okkar auk hugleiðinga um prívat vs. faglegt með því að vísa á eftirfarandi blogg:

http://greyteam.blog.is/blog/greyteam/day/2006/12/31/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband