Endalausir möguleikar bloggsins

Bloggið býður upp á gífurlega mikla möguleika. Einn þeirra sem komist hafa að raun um það er hinn kúbanskaættaði Mario Lavandeira, betur þekktur sem Perez Hilton. Í viðtali sem Inga Rún Sigurðardóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við þennan herramann - birtist sl. sunnudag - kom fram að fyrir ári síðan lapti hann dauðann úr skel en nú þénar hann meira en milljón dollara á ári fyrir það eitt að skrifa slúður um stjörnurnar á bloggsíðu sína.

Bloggsíðuna heimsækja um 3,5 milljónir manna daglega og tekjurnar sem Perez Hilton hefur af þessu fær hann í gegnum að selja auglýsingar á síðuna. Ansi mörg fyrirtæki eru tilbúin til þess að selja auglýsingar á svo vel sóttan vef.

3,5 milljónir heimsókna daglega jafngilda 24,5 milljónum heimsókna vikulega. Gerum nú aðeins ráð fyrir að einungis Bandaríkjamenn heimsæki vefinn og setjum þessar tölur í samhengið sem við Íslendingar miðum alltaf við, þ.e. samhengi. Bandaríkjamenn eru um 300 milljónir talsins, þ.e. um þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar. Þannig jafngilda 24,5 milljónir heimsókna í Bandaríkjunum um 24.500 heimsóknum vikulega á íslenska bloggsíðu.

Ef litið er á vinsældalistann á blog.is kemur í ljós að tveir bloggarar fá fleiri heimsóknir - miðað við höfðatölu - en Perez Hilton. Ef við gerum okkur síðan grein fyrir því að það eru ekki bara Bandaríkjamenn sem lesa slúðrarann en einungis íslenskumælandi lesa blogg þeirra Steingríms og Sigmars getum við séð að miðað við höfðatölu eru þeir mun meira lesnir en Perez Hilton. Ætli þeim hafi ekki dottið í hug að fá sér eigið lén og selja þangað auglýsingar?

Að öllu gríni slepptu sýnir dæmið um Perez Hilton að möguleikar bloggsins eru óendanlegir og að blogg geta vissulega flokkast sem fjölmiðlar, það gerir blogg Steingríms reyndar líka enda hefur hann skúbbað ansi mörgum fréttum að undanförnu. Perez Hilton hefur ennfremur dottið niður á viðskiptahugmynd sem flokka mætti sem blátt úthaf (Blue Ocean).

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband