12.1.2007 | 13:02
Endalausir möguleikar bloggsins
Bloggsíðuna heimsækja um 3,5 milljónir manna daglega og tekjurnar sem Perez Hilton hefur af þessu fær hann í gegnum að selja auglýsingar á síðuna. Ansi mörg fyrirtæki eru tilbúin til þess að selja auglýsingar á svo vel sóttan vef.
3,5 milljónir heimsókna daglega jafngilda 24,5 milljónum heimsókna vikulega. Gerum nú aðeins ráð fyrir að einungis Bandaríkjamenn heimsæki vefinn og setjum þessar tölur í samhengið sem við Íslendingar miðum alltaf við, þ.e. samhengi. Bandaríkjamenn eru um 300 milljónir talsins, þ.e. um þúsund sinnum fleiri en við Íslendingar. Þannig jafngilda 24,5 milljónir heimsókna í Bandaríkjunum um 24.500 heimsóknum vikulega á íslenska bloggsíðu.
Ef litið er á vinsældalistann á blog.is kemur í ljós að tveir bloggarar fá fleiri heimsóknir - miðað við höfðatölu - en Perez Hilton. Ef við gerum okkur síðan grein fyrir því að það eru ekki bara Bandaríkjamenn sem lesa slúðrarann en einungis íslenskumælandi lesa blogg þeirra Steingríms og Sigmars getum við séð að miðað við höfðatölu eru þeir mun meira lesnir en Perez Hilton. Ætli þeim hafi ekki dottið í hug að fá sér eigið lén og selja þangað auglýsingar?
Að öllu gríni slepptu sýnir dæmið um Perez Hilton að möguleikar bloggsins eru óendanlegir og að blogg geta vissulega flokkast sem fjölmiðlar, það gerir blogg Steingríms reyndar líka enda hefur hann skúbbað ansi mörgum fréttum að undanförnu. Perez Hilton hefur ennfremur dottið niður á viðskiptahugmynd sem flokka mætti sem blátt úthaf (Blue Ocean).
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.