15.1.2007 | 10:37
Guðjón, Ceres og Ingi
Það er undarlegt að svo virðist sem ýmsir upplýstir" menn haldi í alvöru að G-ið í nafni GCI standi fyrir Guðjón [Pálsson], hjá GCI. Hið rétta er að GCI stendur fyrir Grey Communications International. En eigi verður við öllu séð - það er kunnara en frá þurfi að segja, en þetta er skemmtilegur brandari!
Skrifstofa GCI hér á landi er að hluta til í eigu samnefnds systurfyrirtækis í Danmörku og Grey Nordic, sem síðan eru hluti samsteypunnar Grey Global Group sem stofnuð var í Bandaríkjunum 1917. Á árinu 2005 keypti helsta boðmiðlunarfyrirtæki heims WPP Grey Global Group og dótturfyrirtæki þess, þar á meðal alþjóðlega birtingafyrirtækið MediaCom, sem einnig starfar hér á landi.
GCI er reyndar eina boðmiðlunarfyrirtækið hér á landi sem er beinlínis í eigu erlends fyrirtækis, er það sem á ensku kallast owned office". Það er hins vegar vel þekkt - og svo hefur verið um langa hríð - að íslensk boðmiðlunarfyrirtæki eigi í samstarfi við erlend sambærileg fyrirtæki, eru það sem kallað er associated offices".
Til dæmis hefur Kynning og markaður - KOM um langt árabil átt samstarf við Hill & Knowlton og AP almannatengsl eru í samstarfi við Edelman. Sjálfsagt eru fleiri dæmi um slíkt samstarf hér á landi. Reyndar eiga GCI og Hill and Knowlton það sameiginlegt að þau eru í eigu WPP, sem á tugi fyrirtækja á almannatengsla- og auglýsingamarkaði um allan heim.
En hvað þetta varðar (og á fleiri sviðum) sker GCI sig frá öðrum boðmiðlunarfyrirtækjum hér á landi að því leyti að vegna beins eignarhalds systurfyrirtækis erlendis, og þar með móðurgrúppunnar, á skrifstofunni hér á landi verður GCI að lúta reglum og kvöðum sem móðurfyrirtækið gerir kröfu um. Það er til að tryggja að GCI standi fyrir það sem GCI almennt stendur fyrir. Þetta felur t.d. í sér kröfu um innleiðingu staðlaðra vinnubragða á ýmsum sviðum, þátttöku á fundum, hvort sem er erlendis eða í síma eða kröfu um gagnkvæma gagnamiðlun svo dæmi sé tekið. Til dæmis fer allnokkur tími í það hjá okkur að nálgast umbeðnar upplýsingar um ýmsa þætti hér á landi og miðla til einstakra skrifstofa erlendis eða höfuðstöðvanna í New York eða London. Að sama skapi getum við gert kröfu um aðstoð, t.d. skrifstofunnar í London.
Að sjálfsögðu verður fólk aldrei steypt í sama mót og hver skrifstofa hvar sem er í heiminum mótar sinn eigin kúltúr sem m.a. tekur mið af menningu hvers lands eða jafnvel landshluta. En það að vera owned office" lýtur kröfu um skýlaust samband, samstarf og ákveðin vinnubrögð vegna þjónustu við viðskiptavini og þróun viðskiptasambanda. Associated" skrifstofur ráða að mestu sjálfar hversu náið samstarf þær hafa við samstarfsaðila sína og raunar eru dæmi um sambandsslit vegna þess að lítið sem ekkert samstarf átti sér stað.
En nóg um þetta í bili - en enn og aftur - GCI stendur ekki fyrir Guðjón, Ceres og Inga!
Bolli Valgarðsson | Head of Media Relations | GCI Iceland | bolli.valgardsson@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.