15.1.2007 | 16:22
Engar persónulegar skoðanir
Bloggaði um tilkynningar KB banka um nafnbreytingu á dögunum. Hélt þar með málið dautt. Ágætur hugmyndasmiður tjáði sig um þetta blogg í tölvupósti til mín og fannst það fínt. Var sammála mér. Þó sagði hann að kannski myndi hann sjálfur vilja beita öðrum og einfaldari rökum, einsog ekki fyndið' eða ósmekklegt'.'
Í raun er þessi tölvupóstur hugmyndasmiðsins himnasending fyrir svona einfalda menn eins og mig. Pósturinn lýsir vel mismunandi skoðunum eða öllu heldur mismunandi tegund skoðana. Hér á ég við tvær þekktar tegundir skoðana: faglegar skoðanir og persónulegar skoðanir en þær síðarnefndu eru, því miður, ríkjandi tegund skoðana þó efnið sé sérfræðilegt. Sjónarhorn hugmyndasmiðsins sýnir hversu miðlægt menn geta fundið sig.
Í nefndu bloggi reyni ég að skoða málið útfrá faglegum sérfræðigrunni boðmiðlunar. Feta mig reyndar mjög grunnt niður í grunninn þar sem ég hef ekki séð stefnumótun fyrir skilaboð nafnbreytinga Kauþings.
Tel mig hafa verið frekar varkár í þessari litlu umfjöllun sem er ekkert endilega mín faglega skoðun, almennt séð. Er frekar að minna á það sem stendur í fyrsta kaflanum í bókinni.
Held að hugmyndasmiðurinn hafi eitthvað mikið misskilið bloggið mitt þegar hann segist sammála mér. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona misskilningur á sér stað og ég verð var við í mínu daglega starfi sem ráðgjafi boðmiðlunar, hvort sem um er að ræða almannatengsl eða auglýsingar.
Ég hefði aldrei á nokkurn hátt leyft mér að lýsa persónulegum skoðunum mínum, á þessu örugglega ágæta hugverki auglýsingastofunnar/auglýsanda, á þann hátt hugmyndasmiðurinn gerði, enda hef ég engar persónulegar skoðanir á fag(hlut)verkum manna.
Að dæma herferð Kaupþings með breytum einsog ekki fyndið' eða ósmekklegt' verður að teljast persónulegt mat enda mjög persónubundið hvað mönnum finnst fyndið eða smekklegt.
Þess konar óábyrgt persónulegt mat er hrein móðgun við þá sem stóðu að herferðinni. Skiptir ekki máli hvort herferðin hafi verið unnin útfrá persónulegum skoðunum eða faglegum skoðunum manna sem að henni komu.
Hugmyndasmiðurinn nefnir einnig það að hann myndi kannski nota einfaldari rök'. Hvað á hann við? Einfaldari? Rök? Fyrir það fyrsta geta þessar breytur ekki talist rök. Í öðru lagi eru breytur hans mjög flóknar að rýna í þar sem þær eru byggðar á tilfinningum hans og gildismati. Ókei, reyndar grunar mig að hann hafi hökkt í gegnum þetta blogg mitt; átt í einhverjum erfiðleikum með að skilja ritstílinn og sjónarhorn mitt. Lífið er ekki einfalt.
Gudjon Heidar Palsson | Chief Executive | GCI Iceland | gudjon.palsson@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Innlent
- Komu fiskibáti til aðstoðar suður af Snæfellsnesi
- Á 183 km hraða á Suðurlandsvegi
- Prestum frjálst að taka pólitíska afstöðu
- Segir óeðlilegt að Ísrael taki þátt í Eurovision
- Hyggst ekkert segja um mál Oscars
- Stefnir í þrot eftir að húsið eyðilagðist í óveðri
- Samþykkja kjarasamninga við Norðurál og Elkem
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.