Vísa eða Skuld

Mannanafnanefnd hefur löngum valdið umræðu þegar úrskurðir nefndarinnar um hvað fólk má og má ekki heita eru gerðir kunnir. Einhvern veginn virðist það hafa færst í aukana að fólk velji börnum sínum óvenjuleg nöfn og má því ætla að hjá nefndinni hafi menn nóg að gera.

Ofurbloggarinn Steingrímur Ólafsson birtir á bloggvef sínum lista yfir nöfn sem sluppu í gegnum sigti nefndarinnar og má þar finna ýmis frekar óhefðbundin nöfn, svo ekki sé meira sagt. Tvö millinafnanna vöktu sérstaka athygli mína en bæði voru stúlkunöfn og hét önnur þeirra Vísa að millinafni og hin Skuld.

Skuld er gamalt og gott nafn úr norrænni goðafræði en undirrituðum er ekki kunnugt um hvort Vísa var notað hér áður fyrr. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að fletta því upp hversu margir heiti hinum og þessum nöfnum og þar kemur fram að í lok árs 2004 bar engin nafnið Vísa.

Er það til marks um tíðarandann að þessi nöfn hafi verið valin? Kaupgleði Íslendinga hefur sjaldan verið meiri en einmitt nú og er gjarnan greitt fyrir það með annað hvort Vísa eða Skuld.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband