Dæmi um mikilvægi almannatengsla

Félag kvenna í atvinnurekstri verðlaunaði í gær Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, fyrir að hafa skarað fram úr í viðskiptum og atvinnurekstri. Það er engin spurning um að Halla er vel að þessu komin enda hefur hún á skömmum tíma náð gífurlega góðum árangri í starfi sínu.

Þar ber að sjálfsögðu hæst þegar hún fékk þá Tryggva Þór Herbertsson og Frederic Mishkin til þess að semja skýrslu um stöðu íslensks fjármálalífs. Þegar þessi ákvörðun var tekin fóru erlendir greiningaraðilar mikinn í neikvæðri umfjöllun sinni um fjármálamarkaðinn hér á landi og sumir jafnvel um stöðu hagkerfisins. Skýrslan markaði þáttaskil í umfjölluninni og varð til þess að öldurnar lægði og íslensk fyrirtæki gátu tekið upp þráðinn á ný.

Halla hefur mikla reynslu sem stjórnandi hjá bandarískum stórfyrirtækjum á borð við Pepsico og verður ákvörðun hennar um að fá þá Tryggva og Mishkin til þess að taka út fjármálamarkaðinn að teljast ein sú mikilvægasta sem tekin var í íslensku viðskiptalífi á síðasta ári, a.m.k. frá sjónarhorni almannatengsla.

Sérstaklega var það mikilvægt að fá Mishkin til liðs við sig, því með fullri virðingu fyrir Tryggva Þór hefði það aðeins verið dæmt sem píp frá enn einum Íslendingnum ef hann hefði verið einn síns liðs í þessu. Mishkin er aftur á móti einn virtasti hagfræðingur heims og þátttaka hans því mikilvæg.

Þetta sýnir að mínu mati mikilvægi almannatengsla og hefur reynsla Höllu frá Ameríku þar eflaust spilað inn í. Þar skilja almannatengslin oft á milli feigs og ófeigs í viðskiptum.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband