19.1.2007 | 17:09
3,7-4% verðbólga í mars
Þá er það loksins komið á hreint hver vísitöluáhrif verða af lækkun virðisaukaskatts á matvæli og niðurfellingu vörugjalda. Ekki hefur öllum borið saman um þetta en nú hefur Hagstofa Íslands áætlað breytinguna og ætti hún að hafa til þess bestar forsendur. Reyndar hefur fjármálaráðherra bent á að Hagstofan kunni ekki að reikna en við skulum samt treysta þessu mati. En hvaða áhrif hefur þetta á verðbólguna?
Ef við gerum ráð fyrir því að verðbólga verði óbreytt í febrúar, þ.e. 6,9% á milli ára, verður vísitala neysluverðs 266,7 stig, sem er 0,1% lækkun frá því í janúar. Lækki vísitalan síðan um 1,9% verður hún 261,7 stig í mars sem felur í sér 3,7% verðbólgu, miðað við að vísitala neysluverðs var 252,3 stig í mars á síðasta ári. Verði verðbólguhjöðnun í febrúar má hins vegar gera ráð fyrir enn lægri verðbólgu í mars. Taka ber fram að vísitala neysluverðs hækkar yfirleitt töluvert á milli febrúar og mars þar sem útsölum er þá flestum lokið. Ekki veit ég hvort Hagstofan hefur tekið tillit til þess eða hvort aðeins er verið að reikna áhrif af lækkun matvöru sem aðrar hækkanir munu síðan draga aðeins úr. Eins og mál standa í dag er ekki úr vegi að spá 3,7-4% verðbólgu í mars.
Það eru ánægjuleg tíðindi að verðbólgan skuli fara niður fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins innan tveggja mánaða. Hins vegar væri það óneitanlega hentugra ef henni hefði ekki verið þrýst niður með aðgerðum hins opinbera.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Vísitala neysluverðs lækkar væntanlega um 1,9% í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.