Vísitala í hæstu hæðum

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, eða OMX á Íslandi eins og það heitir í dag, nálgast nú óðfluga sitt fyrra met. Hæsta lokagildi vísitölunnar frá upphafi er 6.925,45 stig en hæsta gildi hennar innan dags er 6.990.15. Bæði metin voru sett þann 15. febrúar á síðasta ári og benti þá flest til þess að 7.000 stiga múrinn yrði rofinn og að allt væri í lukkunar velstandi.

Viku síðar birti lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hina svörtu skýrslu sína sem setti allt áicex 12 hvolf og var eins og flóðgáttir hefðu opnast. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hrundi vísitalan og náði lágmarki um mitt sumar, 5258 stigum. Síðan hefur hún verið á góðri siglingu upp á við og kæmi ekki á óvart þótt nýtt met yrði slegið á næstu dögum. Sérstaklega í ljósi þess að erlendir greiningaraðilar eru nú mun jákvæðari í garð íslenskra fyrirtækja.

Síðastliðinn föstudag náðist næst hæsta lokagildið frá upphafi, 6.918,63 stig, og er það aðeins í annað sinn sem lokagildi er hærra en 6.900 stig. Það sem af er degi hefur hún lækkað lítillega en fróðlegt verður að sjá þróun næstu daga. Eins og áður segir, það er ekki ósennilegt að 7.000 stiga múrinn verði brátt rofinn.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband