22.1.2007 | 15:55
Vísitala í hæstu hæðum
Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, eða OMX á Íslandi eins og það heitir í dag, nálgast nú óðfluga sitt fyrra met. Hæsta lokagildi vísitölunnar frá upphafi er 6.925,45 stig en hæsta gildi hennar innan dags er 6.990.15. Bæði metin voru sett þann 15. febrúar á síðasta ári og benti þá flest til þess að 7.000 stiga múrinn yrði rofinn og að allt væri í lukkunar velstandi.
Viku síðar birti lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hina svörtu skýrslu sína sem setti allt á hvolf og var eins og flóðgáttir hefðu opnast. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hrundi vísitalan og náði lágmarki um mitt sumar, 5258 stigum. Síðan hefur hún verið á góðri siglingu upp á við og kæmi ekki á óvart þótt nýtt met yrði slegið á næstu dögum. Sérstaklega í ljósi þess að erlendir greiningaraðilar eru nú mun jákvæðari í garð íslenskra fyrirtækja.
Síðastliðinn föstudag náðist næst hæsta lokagildið frá upphafi, 6.918,63 stig, og er það aðeins í annað sinn sem lokagildi er hærra en 6.900 stig. Það sem af er degi hefur hún lækkað lítillega en fróðlegt verður að sjá þróun næstu daga. Eins og áður segir, það er ekki ósennilegt að 7.000 stiga múrinn verði brátt rofinn.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.