Við látum hendur standa fram úr ermum

Handbolti er mörgum ofarlega í huga þessa daganna enda hefur árangur íslenska landsliðsins á HM verið vonum flestra framar. Jafnvel þótt tvær grýlur hafi verið felldar á síðasta ári, þegar Íslendingar unnu bæði Rússa og Svía. Miðað við stemninguna sem ríkti fyrir mótið, þegar allir töldu að nauðsynlegt yrði að vinna Úkraínu til þess að komast áfram í milliriðil, mátti halda að enn ein grýlan væri orðin til en sú grýla var svo kæfð í fæðingu þegar Frakkar voru niðurlægðir á eftirminnilegan hátt.

Nú er stutt í að leikurinn við Pólverja hefjist og má þá ætla að matartímanum verði seinkað á mörgum heimilum. Vinnist leikurinn eru Íslendingar svo gott sem öruggir áfram í átta liða úrslit og eins og strákarnir okkar hafa verið að spila að undanförnu er fátt sem bendir til þess að sá áfangi náist ekki.

Síðan er spurning hvað bíður í átta liða úrslitum. Gæti verið að Króatagrýlan muni stríða okkur?

Áfram Ísland!

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband