25.1.2007 | 16:52
Við látum hendur standa fram úr ermum
Handbolti er mörgum ofarlega í huga þessa daganna enda hefur árangur íslenska landsliðsins á HM verið vonum flestra framar. Jafnvel þótt tvær grýlur hafi verið felldar á síðasta ári, þegar Íslendingar unnu bæði Rússa og Svía. Miðað við stemninguna sem ríkti fyrir mótið, þegar allir töldu að nauðsynlegt yrði að vinna Úkraínu til þess að komast áfram í milliriðil, mátti halda að enn ein grýlan væri orðin til en sú grýla var svo kæfð í fæðingu þegar Frakkar voru niðurlægðir á eftirminnilegan hátt.
Nú er stutt í að leikurinn við Pólverja hefjist og má þá ætla að matartímanum verði seinkað á mörgum heimilum. Vinnist leikurinn eru Íslendingar svo gott sem öruggir áfram í átta liða úrslit og eins og strákarnir okkar hafa verið að spila að undanförnu er fátt sem bendir til þess að sá áfangi náist ekki.
Síðan er spurning hvað bíður í átta liða úrslitum. Gæti verið að Króatagrýlan muni stríða okkur?
Áfram Ísland!
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.