26.1.2007 | 15:21
Rafrænar mælingar á ljósvakamiðlum - MediaCom er tilbúið
Í vikunni skrifuðu fulltrúar ljósvakamiðlanna undir viljayfirlýsingu um að hefja rafrænar mælingar á áhorfi/hlustun sjónvarps og útvarps. Á svipaðri stundu hófust daglegar mælingar á lestri prentmiðla.
Ég veit ekki hvort nokkur hafi gert sé grein fyrir því hve miklar breyting þetta er fyrir okkur sem vinnum í birtingageiranum og alla sem eru að vinna við markaðsmál.
Fyrir utan þann gríðarlega kostnaðarauka sem þetta þýðir fyrir birtingahúsin, þá munu að auki koma til ný forrit, hugsanlega verður að auka við mannskap og svo þurfa allir aðilar málsins (fyrirtækin, birtingahúsin og miðlarnir) að læra að nota sama tungumálið.
Samkeppnin milli birtingahúsanna verður ekki síst á sviði hugbúnaðar og um leið aðferða við að greina gögnin sem og í því að vita og kunna að kaupa samkvæmt þeim aðferðum sem þessi gögn bjóða uppá.
Hjá MediaCom getum við gengið í gríðarlegan reynslubanka MediaCom - skrifstofanna um allan heim. Við munum einnig leggja áherslu á að nýta hugbúnað sem þróaður hefur verið í fjölda ára af GroupM fyrirtækjunum (MediaCom, Mediaedge, MindShare og Maxus) til að vinna á svona gögn. Ásamt þeirri gríðarlegu reynslu sem við höfum af íslenska markaðnum. Þess vegna erum við glöð yfir að fá svona gögn í hendurnar þegar þar að kemur.
Þórmundur Bergsson | MediaCom | Managing Director Iceland | thormundur.bergsson@mediacom.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.