Þá var milljarður mikið

Þau eru ekki mörg árin sem eru liðin síðan Össur keypti fyrirtæki í Bandaríkjunum fyrir milljarð króna og þjóðin saup hveljur. Fréttin var birt með stríðsfyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins enda var milljarður eitthvað sem flestir gátu ekki gert sér í hugarlund. Nú er milljarður bara skiptimynt sem sést best á því að Glitnir banki var að kaupa fyrirtæki í Finnlandi fyrir 30 milljarða og þykir bara ekkert merkilegt. Það þykir ekki einu sinni merkilegt að Actavis skuli vera nefnt sem hugsanlegur kaupandi að samheitalyfjaarmi Merck sem ku kosta hátt í 500 milljarða.

Þetta sýnir okkur hversu mikið gildismat fólks getur breyst á skömmum tíma. Hér á landi hefur ríkt bullandi góðæri á undanförnum árum og hagur margra hefur batnað verulega. Um leið og það gerist breytist skynjun þeirra á upphæðum, þótt vissulega sé þetta kannski svolítið öfgakennt. En auðvitað hefur hin gífurlega umfangsmikla útrás orðið til þess að brengla gildismatið einhvern veginn.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband