6.2.2007 | 11:06
Þá var milljarður mikið
Þau eru ekki mörg árin sem eru liðin síðan Össur keypti fyrirtæki í Bandaríkjunum fyrir milljarð króna og þjóðin saup hveljur. Fréttin var birt með stríðsfyrirsögn á baksíðu Morgunblaðsins enda var milljarður eitthvað sem flestir gátu ekki gert sér í hugarlund. Nú er milljarður bara skiptimynt sem sést best á því að Glitnir banki var að kaupa fyrirtæki í Finnlandi fyrir 30 milljarða og þykir bara ekkert merkilegt. Það þykir ekki einu sinni merkilegt að Actavis skuli vera nefnt sem hugsanlegur kaupandi að samheitalyfjaarmi Merck sem ku kosta hátt í 500 milljarða.
Þetta sýnir okkur hversu mikið gildismat fólks getur breyst á skömmum tíma. Hér á landi hefur ríkt bullandi góðæri á undanförnum árum og hagur margra hefur batnað verulega. Um leið og það gerist breytist skynjun þeirra á upphæðum, þótt vissulega sé þetta kannski svolítið öfgakennt. En auðvitað hefur hin gífurlega umfangsmikla útrás orðið til þess að brengla gildismatið einhvern veginn.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.