6.2.2007 | 17:18
Úps, þetta var ekki rétt lag
Það er margt skrítið í henni veröld og stundum er ekki annað hægt en að brosa út í annað að ýmsum atvikum sem þó geta orðið til þess að valda milliríkjadeilum. Eitt dæmi um slíkt má lesa á vef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter en þar segir frá því að vitlaus þjóðsöngur var spilaður við vígslu hins nýja krikketvallar í höfuðborg smáríkisins Grenada, St. Georges.
Grenada er lítil eyja í Karíbahafi sem hingað til hefur helst unnið sér það til frægðar að hafa orðið fyrir innrás Bandaríkjamanna á níunda áratugnum og nú má mikið vera ef ekki verður ný innrás.
Þannig er mál með vexti að í vor á að halda alþjóðlegt krikketmót á Grenada og var boðið til .ess fyrir löngu síðan en árið 2004 eyðilagðist gamli krikketvöllurinn í fellibyl og hvarf svo endanlega þegar nýr fellibylur reið yfir árið 2005. Kínversk yfirvöld komu Grenada til bjargar með því að senda fjölda verkamanna til þess að byggja nýjan völl og var hann gjöf Kína til Grenada. Þegar vígja átti völlinn var sendiherra Kínverja viðstaddur og þegar til stóð að spila kínverska þjóðsönginn stillti hann sér upp og hefur eflaust fyllst stolti.
En þegar hljómsveitin byrjaði að spila hefur honum eflaust brugðið í brún því það sem kom úr hljóðfærunum var þjóðsöngur Tævan. Eins og kunnugt er ríkir mikil úlfúð á milli Kína og Tævan og má því leiða líkum að því að ekki hafi sendiherrann verið mjög kátur.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.