Prentmiðlarnir lifa góðu lífi

Einu sinni var sagt að netið myndi ganga af prentmiðlum dauðum og jafnvel öllum öðrum miðlum. En reyndin hefur orðið önnur sem sannast best á því að upplag dagblaða í heiminum hefur aukist á undanförnum fimm árum. Fimm árum sem hafa séð gífurlega þróun á tækni, m.a. á netinu.

Það eru eflaust nokkrar ástæður fyrir því að prentmiðlar hafa reynst svo lífseigir, ef þannig má að orði komast. Tökum sem dæmi Morgunblaðið sem rekur öflugasta fréttavef landsins og öflugasta blað landsins (nú eiga eflaust einhverjir eftir að vera ósammála og er þeim það frjálst). Tekist hefur að mynda úr þessum tveimur miðlum heild sem er nánast órjúfanleg og hafa margir þann háttinn á að renna yfir fréttirnar á vefnum á morgnanna og lesa blaðið síðan rækilega þegar heim kemur. Þannig er bæði hægt að fylgjast sæmilega með og ná síðan í ítarlegri umfjöllun.

Ég get vel ímyndað mér að svona sé því háttað með fleiri blöð sem reka öfluga vefi og þannig mun þetta þróast áfram. Netið og prentmiðlarnir munu lifa og starfa saman.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband