7.2.2007 | 16:54
Prentmiðlarnir lifa góðu lífi
Einu sinni var sagt að netið myndi ganga af prentmiðlum dauðum og jafnvel öllum öðrum miðlum. En reyndin hefur orðið önnur sem sannast best á því að upplag dagblaða í heiminum hefur aukist á undanförnum fimm árum. Fimm árum sem hafa séð gífurlega þróun á tækni, m.a. á netinu.
Það eru eflaust nokkrar ástæður fyrir því að prentmiðlar hafa reynst svo lífseigir, ef þannig má að orði komast. Tökum sem dæmi Morgunblaðið sem rekur öflugasta fréttavef landsins og öflugasta blað landsins (nú eiga eflaust einhverjir eftir að vera ósammála og er þeim það frjálst). Tekist hefur að mynda úr þessum tveimur miðlum heild sem er nánast órjúfanleg og hafa margir þann háttinn á að renna yfir fréttirnar á vefnum á morgnanna og lesa blaðið síðan rækilega þegar heim kemur. Þannig er bæði hægt að fylgjast sæmilega með og ná síðan í ítarlegri umfjöllun.
Ég get vel ímyndað mér að svona sé því háttað með fleiri blöð sem reka öfluga vefi og þannig mun þetta þróast áfram. Netið og prentmiðlarnir munu lifa og starfa saman.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.