Salt eða salat

Prentvillupúkinn er illskeyttur gestur sem reglulega heimsækir íslenska prentmiðla. Stundum getur ein prentvilla breytt inntaki heillar setningar og þá oft þannig að það getur orðið frekar bagalegt því eins og við vitum skal aðgát höfð í nærveru sálar.

Yfirleitt eru prentvillur þó bara fyndnar og skemmtilegar og eitt dæmi má finna á forsíðu Fasteignablaðs Morgunblaðsins í dag. Þar er fjallað um Salthúsið, sem er verslun á Grandagarði en í fyrirsögn er talað um Salathúsið.

Salt og salat eru tveir óskyldir hlutir, þótt báðir séu þeir matvara, en það þarf stundum ekki mikið til að breyta salti í salat.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband