14.2.2007 | 09:55
Auðkennisklúður
Öryggisnýjung bankanna, Auðkennislykillinn, hefur farið misjafnlega í fólk, eins og t.d. má lesa í þessari bloggfærslu Páls Vilhjálmssonar. Ég hef svo sem ekkert við það að athuga að bankarnir innleiði þessa nýjung enda hef ég reynslu af notkun svona tækis og geri mér grein fyrir því mikla öryggi sem það færir.
Nefna má dæmi frá Svíþjóð þar sem stærsti bankinn, Nordea, er ekki með svona kerfi en minn gamli viðskiptabanki, SEB, hefur innleitt tæknina. Það er skemst frá því að segja að reglulega berast fréttir af því að netskúrkar brjótist inn á reikninga fólks sem hefur viðskipti sín í Nordea, enda fullt af glufum í öryggiskerfinu, en ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma heyrt talað um innbrot í netbanka SEB.
Ég vil hins vegar minnast á frétt Ríkisútvarpsins í morgun þess efnis að auðkennislyklarnir væru búnir. Þetta finnst mér stórmerkilegt og til marks um slæleg vinnubrögð hjá einhverjum. Er bönkunum ekki kunnugt um hversu marga viðskiptavini þeir hafa? Pöntuðu þeir færri lykla í von um að einhverjir myndu hætta að nota netbankann? Vissulega getur verið að einhverjir hafi týnt sínum lyklum eða eitthvað í þeim dúr en það er engin afsökun fyrir fjármálafyrirtækin. Þar á bæ hefðu menn átt að gera ráð fyrir þessu og panta fleiri lykla en netbankaviðskiptavinir eru. Mér finnst sjálfsagt að bankarnir svari fyrir þetta og að miðlarnir gangi á þá, þetta er einfaldlega stórt klúður.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.