Sýnilegri lögregla

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum þeim sem þarf að kljást við umferðina á álagstímum að lögreglan er orðin mun sýnilegri en áður við umferðareftirlit. Ef ég man rétt boðaði nýr lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins að lögreglan yrði mun sýnilegri en áður og er þetta greinilega liður í því.

Það er fagnaðarefni að lögreglan skuli vera orðin meira áberandi á götunum, það virðist vera eina leiðin til þess að hægja á sumum og koma í veg fyrir að þeir aki almennt eins og vitleysingar. Ég hef t.d. tekið eftir því að það hefur aukist verulega að fólk aki yfir á rauðu ljósi og hef ég heyrt fleiri tala um það. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikilli hættu það getur valdið, sérstaklega á álagstímum.

Það eina sem virðist fæla fólk frá hátterni af þessu tagi er aukinn sýnileiki lögreglunnar.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband