Bollu, Sprengi og Ösku

Bolludagur, Sprengidagur og Öskudagur. Sem barn hlakkaði maður alltaf mikið til þessara daga, þá sérstaklega Öskudag sem áður fyrr var frídagur frá skóla. Eflaust kannast einhverjir við þetta en staðreyndin er sú að þessi tilhlökkun virðist ekkert dvína þótt maður sé kominn í fullorðinna tölu. Nú er Öskudagur reyndar lítið að hlakka til, nema þá fyrir að flestum finnst gaman að senda börnin grímubúin í leikskóla og skóla.

Einnig virðist bollulystin dvína eftir því sem við verðum eldri en í mínum huga er Sprengidagur einn skemmtilegasta hefð okkar Íslendinga. Þá belgir maður sig út af dýrindis saltkjöti, kartöflum og rófum og flestir renna því niður með baunasúpu. Auðvitað getum við borðað saltkjöt alla aðra daga ársins en það er einhvern veginn ekki sama upplifunin og að borða saltkjöt á Sprengidag, þessu má kannski líkja við að borða páskaegg á haustin. Svona er nú mannskepnan skrítin.

Sprengidagur er síðasti dagur fyrir páskaföstu og því síðasti dagur sem borða má kjöt fyrir páska. Þeir eru sennilega ekki margir hér á landi sem halda föstuna heilaga lengur en það er engin ástæða til þess að hætta að njóta saltkjöts, eða hvað?

Þegar ég fluttist erlendis komst ég að því að við erum ekki eina þjóðin sem heldur upp á Sprengidag, það gera Svíar einnig. Þeir kalla daginn Fettisdagen og troða sig út af ljúffengum rjómabollum, sem nefnast semla. Mér er ekki kunnugt um hvort aðrir haldi daginn hátíðlegan en þykir það líklegt. Gaman væri ef einhver gæti upplýst um það.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér á Ísafirði og nágrenni er maskadagurinn á mánudeginum.  Hefur verið alla tíð frá því að ég man eftir mér.  Þá fór maður klæddur í einhverja búninga, gamalt sængurver sem var málað andlit á, eða slíkt, síðan fékk maður bollur og fólki skemmti sér við að horfa á mann troða bollunni inn um munngatið á grímunni. 

Það var svo löngu seinna sem fór að berast hingað Akureyrískir straumar um maska á öskudaginn.  En við hér dunduðum okkur við að sauma öskupoka og læða á bakið á næsta manni.  Sumir hverjir voru hlaðnir allskyns fallegum pokum.  Mig minnir að stelpurnar ættu að fá poka með ösku í, en strákarnir steinum.  Ég var lika viss um að fríið væri vegna þess að kennararnir vildu ekki fá poka aftan á bakið.  En það kann að vera vitleysa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband