16.3.2007 | 10:19
Stopp klukkan 10
Strandvegasiglingar voru fyrir nokkrum árum lagðar af og ein helsta mótiveringin var að landflutningar væru mun hagkvæmari, eins og flestum er í fersku minni. Menn deila reyndar enn um þetta mál og er það ekki ætlun mín að reyna að skera úr um hvort betra sé að flytja gáma á sjó eða landi.
Þeir sem ekið hafa um vegi Evrópu hafa eflaust orðið þess varir að stór hluti landflutninga fer fram að nóttu til. Þá er umferð minni en á daginn og auðveldara fyrir stóra flutningabíla að komast leiðar sinnar og að sama skapi trufla flutningabílarnir ekki umferð á daginn, sem eflaust er ærið mikil.
Æskilegt væri að slík umferð færi einnig fram á næturna hér á landi og ef marka má ferð mína norður yfir heiðar um daginn fer töluverður hluti flutningabíla um vegi landsins seint á kvöldin eða í upphafi nætur. Ég hef reyndar orðið var við þetta áður en mig grunar þó að stærstur hluti landflutninga fari fram á "álagstíma." Þetta er þó eingöngu grunur minn og ber ekki að taka sem staðreynd.
Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Hann er sá að klukkan 10 á kvöldin hættir Vegagerðin að ryðja vegi. Þetta hefur lítið að segja á sumrin en stóran hluta ársins eru dreifbýlisvegir úti á landi illfærir og því erfitt fyrir ökumenn flutningabifreiða að treysta á að þeir eigi auðvelt með að koma leiðar sinnar.
Þetta er eitthvað sem þyrfti að taka til skoðunar.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.