Stopp klukkan 10

Strandvegasiglingar voru fyrir nokkrum árum lagðar af og ein helsta mótiveringin var að landflutningar væru mun hagkvæmari, eins og flestum er í fersku minni. Menn deila reyndar enn um þetta mál og er það ekki ætlun mín að reyna að skera úr um hvort betra sé að flytja gáma á sjó eða landi.

Þeir sem ekið hafa um vegi Evrópu hafa eflaust orðið þess varir að stór hluti landflutninga fer fram að nóttu til. Þá er umferð minni en á daginn og auðveldara fyrir stóra flutningabíla að komast leiðar sinnar og að sama skapi trufla flutningabílarnir ekki umferð á daginn, sem eflaust er ærið mikil.

Æskilegt væri að slík umferð færi einnig fram á næturna hér á landi og ef marka má ferð mína norður yfir heiðar um daginn fer töluverður hluti flutningabíla um vegi landsins seint á kvöldin eða í upphafi nætur. Ég hef reyndar orðið var við þetta áður en mig grunar þó að stærstur hluti landflutninga fari fram á "álagstíma." Þetta er þó eingöngu grunur minn og ber ekki að taka sem staðreynd.

Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Hann er sá að klukkan 10 á kvöldin hættir Vegagerðin að ryðja vegi. Þetta hefur lítið að segja á sumrin en stóran hluta ársins eru dreifbýlisvegir úti á landi illfærir og því erfitt fyrir ökumenn flutningabifreiða að treysta á að þeir eigi auðvelt með að koma leiðar sinnar.

Þetta er eitthvað sem þyrfti að taka til skoðunar.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband