Saga af metnaði (öllu heldur metnaðarleysi)

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Emerson hefur farið mikinn á evrópskum knattspyrnuvöllum á undanförnum árum og á glæstum ferli hefur hann m.a. spilað með þýska liðinu Leverkusen og ítölsku félögunum Roma og Juventus við góðan orðstír. Um tíma var hann jafnframt fyrirliði brasilíska landsliðsins þannig að þegar spænska stórliðið Real Madrid keypti hann má búast við að þeir hafi ætlað honum stóra hluti á næstu árum.

En það hefur farið fyrir Emerson eins og mörgum öðrum stórstjörnum sem keyptir hafa verið til spænsku höfuðborgarinnar að þeir einhvern veginn daga uppi og verða áhugalausir og metnaðarlausir. Hann hefur leikið afar illa á heimavelli í vetur og eru fylgismenn liðsins farnir að baula á hann á heimavelli. Nú herma fréttir að hann hafi gert samkomulag við knattspyrnustjóra liðsins þess efnis að leika aðeins útileiki liðsins til þess að sleppa baulið.

Þetta er til marks um metnaðarleysi leikmanns, og í raun knattspyrnustjóra líka. Hefði ekki verið nær að taka sig á og spila eins og maður?

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband