ÞEGAR ég kom sem nýr almannatengill/ráðgjafi inn í pr-bransann (með stórum stöfum) og hóf störf hjá Grey Communications International á Íslandi, eða GCI Group Iceland opnuðust augu mín sem aldrei fyrr fyrir undrum og leyndardómum svokallaðrar boðmiðlunar (marketing/business communications).
Í fyrstu stafaði mér viss ógn af því margskipta og fjölþjóðlega stórfyrirtæki sem myndar regnhlíf yfir GCI Iceland og öllum hinum börnunum sínum í fyrirtækjaformi er mamman sem vakir yfir öllum sínum gríslingum og ber nafnið Wpp (sjá wpp.com) en svo minnkaði ógnin aðeins.
Wpp Group er einn af risunum á heimsmarkaði á sviði samskipta og eitt af sex stærstu auglýsingatengdum fyrirtækjum heimsins sem skráð eru í kauphöll. Hjá barnafyrirtækjum Wpp starfa hvorki meira né minna en 97.000 manns í meira en 2.000 skrifstofum í 106 þjóðlöndum heimsins.
Meðal fjölmargra undirfyritækja Wpp (sjá wpp.com/WPP/companies/) eru Grey og MediaCom, en Grey hérlendis heitir einmitt GCI Group Iceland og er sérfræðifirma á sviði boðmiðlunar (á meðan Grey í New York er t.d. auglýsingastofa) en sá misskilningur virðist algengur hérlendis að blanda þessu tvennu saman, þ.e. að setja undir sama hatt almannatengsl (Public Relations), þ.e. boðmiðlun annars vegar og auglýsingastofustarfsemi hins vegar. Sem er auðvitað alrangt.
Áður en ég tæpi á muninum á þessu tvennu er rétt að það komi fram að systurfyrirtæki GCI Iceland MediaCom er birtingar- og dreifingaraðili margs konar auglýsinga (sem á boðmiðlunarmáli er kölluð greidd miðlun) í öllum tegundum boðrása (sem eru t.d. sjónvarp, hljóðvarp, Netið, bíó, prentmiðlar o.s.frv) og boðleiða (sem eru undirflokkar boðrása, eins og t.d. Stöð 2 eða Sjónvarpið, Rás 1 eða Bylgjan, mbl.is eða visir.is, Smárabíó eða Regnboginn, Morgunblaðið eða Fréttablaðið). Og þar sem MediaCom er systurfyrirtæki GCI Group Iceland, starfa þau bæði saman að ýmsu leyti þegar við á.
GCI Group Iceland er svokallað Reputation Management Consulting Company' sem byggir á fræðum boðmiðlunarinnar við að veita faglega og eingöngu faglega ráðgjöf á sviði business communications. GCI Group Iceland er því fyrst og fremst faglegt ráðgjafafyrirtæki á sviði almannatengsla. Þar er heldur ekkert pláss fyrir prívatskoðanir starfsmanna heldur eru öll verkefni séð með faglegum augum boðmiðlunarinnar. Ráðgjöfin er veitt í vissu ferli og GCI Iceland einbeitir sér að því sem á ensku er kallað Direct Problem Solutions þar sem byggt er á algjörri hreinskilni (brutal honesty). Svo nokkur dæmi séu nefnd vinnur GCI faglegar stefnur inn í framtíðina strategíur með viðskiptavinum sínum og tekur að sér að fylgja því eftir að passa upp á að allt samskiptaefni sem frá viðskiptavininum kemur passi inn í þá stefnu svo byggja megi upp verðmæti, t.d. í formi ímyndar fyrirtækisins og að hún sé skýr og klár (sem fæst m.a. með því sem nefnist samhæfð boðmiðlun eða integrated communications). Ímyndin byggir svo á að upplifunin á þeim eiginleikum sem eru til staðar í fyrirtækinu sé hagstæð og alltaf sú sama og styrkist sífellt. Þannig byggist merki/vörumerki fyrirtækisins upp, sem kallað er 'branding'.
Einn af hornsteinum boðmiðlunarinnar er boðberinn. Boðberinn er til dæmis dæmisagan eða hugmyndin sem kemur til skila kjarnanum í þeim skilaboðum sem miðla þarf til fólks svo helst skapist hjá því viðhorfsbreyting. Eitt frægasta dæmið um dæmisögur sem boðbera er auðvitað hvernig Jesú notaði til dæmis dæmisögur til að miðla upplýsingum til áheyrenda sinna sem breyttu viðhorfum þeirra til margra hluta. Dæmisögur hans voru boðberarnir sem báru í sér boðin með þeim hætti að þau komust ansi vel til skila.
En til að nálgast örlítið þennan mun sem er á almannatengslafirma og auglýsingastofu má segja að munurinn á þessu tvennu sé ja, jafn mikill og á til dæmis fullbúnu eldhúsi annars vegar og brauðrist hins vegar. Eða enn betra: Eins og á bíl annars vegar og vatnskassa bílsins hins vegar. Því ef almannatengslafirma í integrated communications/samhæfðri boðmiðlun eins og GCI Group Iceland, er bíll þá er auglýsingastofan eins og vatnskassinn í bílnum.
Í bíl er búið að samhæfa alla bílpartana og búa til úr þeim eitt samhæft farartæki. Og það er einmitt hlutverk almannatengslafirmans að samhæfa skilaboð, en aðeins hluti þessara skilaboða koma frá auglýsingastofunni. Því auglýsingastofan og allar hennar aðferðir eru aðeins eitt af mörgum verkfærum almannatengslafirmans til að koma sínum integrated (samhæfðu) skilaboðum til skila. Sem byggja á faglegum og fræðilegum aðferðum um langtímamarkmið ekki síst, í takt við langtímastefnu og alveg skýra "glæru" þar sem þau markmið eru skýr og klár. Meira síðar.
//Ragnar
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Íþróttir
- Bílslysið hefði klárlega getað endað mun verr
- Sóknarmaður til Liverpool?
- Eignast hlut í félagi en spilar enn
- Chelsea og Lyon í átta liða úrslit
- Náði sínum besta árangri á ferlinum
- Óstöðvandi í Meistaradeildinni
- Valur á botninum eftir tap á Hlíðarenda
- Endurkomusigur Íslandsmeistaranna gegn nýliðunum
- Þór lagði nýliðana
- Getum lært ýmislegt af Palestínu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.