5.9.2007 | 11:04
Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
Snilld segir í umfjöllun um 3G auglýsingu Símans. Hún hefur skapað umræður og umfjöllun á kaffistofum og í fjölmiðlum. Gárungarnir velta því jafnvel fyrir sér hvort auglýsingin hafi ekki einmitt verið gerð til þess eins að um hana verði fjallað. Viljum ekki trúa því að það hafi verið aðal markmiðið. Getur ekki verið að faglegt teymi auglýsandans fari þannig með fjármagnið. Óvissan er of mikil ef við gerum ráð fyrir því að teymið eigi að ávaxta fjármagnið.
Innbyrðis er töluverður munur á athygli og eftirtekt og skilningi skilaboða. Þennan mun þarf að setja í útreikningana ef einhver stjórn á að vera á verkefninu. Skilaboð sem birtast á sama tíma í auglýsingum, fréttum eða milli fólks á kaffistofum eru ekki til þess fallin að hafa stjórn á. Þau hafa heldur ekki sömu virkni þar sem boðkerfið sem slíkt hefur áhrif á þetta sefjunarferli. Ekki má gleyma í þessum útreikningum að sendandi skilaboðanna skiptir máli og hvar orðspor hans liggur einmitt þá stundina sem skilaboðin birtast. Þetta eru bara nokkrar breytur, en það er nóg. Óvissuþættirnir eru of margir.
Nokkur atriði sem menn verða að hafa í huga varðandi meinta snilld. Taka þarf mið af samanlögðum kostnaði við gerð auglýsingarinnar og birtinga hennar ef menn vilja meta snilldina og áætla virði umfjöllunarinnar. Einnig þarf að taka mið að því að virkni auglýsinga minnkar almennt við umfjöllun. Ef auglýsing er metin sem brella eða um hana fjallað á þann hátt þá er augljóst, öllum sem hafa þekkingu á virkni auglýsinga, að virknin snarminnkar (ef ég má nota það orð). Virknin gæti orðið engin. Í versta falli gæti hún snúist upp í andstæðu sína; skapað neikvæð viðhorf.
Hvað verður um virkni 3G auglýsingarinnar veit auglýsandinn í raun og veru ekki á þessari stundu. Hins vegar þarf hann að gera ráð fyrir því að skilaboð auglýsinga séu háð markmiðum um ákveðna tíðni birtinga. Bæði hvað varðar dekkun og sefjun. Alveg óljóst er hvort umfjöllun í einn eða tvo daga uppfylli þessi markmið um dekkun og sefjun.
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Athugasemdir
Mattel fyrirtækið sem framleiðir leikföng barna hefur nú þurft að taka, í annað skiptið, 18 miljón leikmuna úr umferð útaf of miklu blýi. Framkvæmdarstjórn Mattel tekur á sig alla ábyrgð. Og þykir það nýjungur að taka á sig fulla ábyrgð þriðja aðila. Þriðji aðilinn er Kína.Það vekur áhuga minn á hvað er að gerast í heimi allmannatengsla. Það er að gerast, Kínverski viðskiptaheimnurinn. Markaðurinn er viðkvæmur og nýr. Ekki vel þróaður líkt og í vesturheimi. Og menn vita ekki hvað er að gerast og vita ekki hvað mun gerast en vilja vera með allt á hreinu. Það verður, héðan af, erfitt að setja skuldina á Kínverska framleiðendur, sem í dag eru að mestu þriðji aðilinn, þar sem Kína er að verða pólitískt og hagfræðilega aðgengilegra en áður fyrir vestræn viðskipti. Og fleiri vilja vera með í leiknum. Mattel er að fara varlega og með því að taka fulla ábyrgð styrkir það hugsanlega gildi Kínverksa markaðsins. Fjölmiðlar eins og BBC world hefur tekið þetta sem eitt af aðal umræðuefni sitt í viðskiptaheimnum. Með því að senda út ræðu framkvæmdarvalds Mattels um ábyrgðina, mun það áreiðanlega draga úr ábyrgðinni hjá þeim þar sem þessi heimur er nýr. Og einnig útaf því að mikið hefur verið rætt um barnaþrælkun í austri, sem áhorfendur hefðu hugsanlega gagnrýnt ef ábyrgðin væri hjá Kínverjum. En svo verður hugsanlega ekki, ekki núna. Yfirlýsingin hjá Mattel mun örugglega hafa góð áhrif á fyrirtækið útaf því að það mun hugsanlega sjást, frá sjónarhóli áhorfenda, fyrirtæki sem hugsar um hag þriðja aðila. Það getum við vonað fyrir hönd Mattels og séð hvað verður. Almannatengsl fjallar um nýjungar. Markaðurinn er alltaf að endurnýja sig. Viðskiptaheimurinn, í dag, býður upp á miklar breytingar og hinn austræni heimur er vettvangur þess.
Andres Jakob (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.