Hvenær fáum við hvalkjötið?

Mikið svakalega borðaði ég gott kjöt um helgina; nánar tiltekið af annarri langreyðinni sem Hvalur níundi fangaði á dögunum. Ég átti ekki von á því satt að segja ég mér myndi finnast það gott. Er ragur af ótta við lýsisbragðið, sem margir tala um. Hef reyndar smakkað hvefnukjöt í gúllasi, sem mér fannst svona svona. Þá. Þess vegna lét ég langreyðarkjötið liggja í mjólk í þrjá sólarhringa og skipti um mjólk á sólarhringsfresti. Skárum það svo niður eins og þunnar brauðsneiðar og síðan örþunnt utan af því eins og barn sem vill ekki skorpuna! Síðan settum við það í olíu í pipari og salti. Grilluðum það í fimm mínútur á hvorri hlið og borðuðum með sojasósu og rúkkóla.
Það var reyndar nokkuð fyndið að við treystum bragðlaukum okkar ekki betur en svo að við grilluðum lambalæri með til öryggis, ef við skyldum hlaupa út í garð ælandi og spúandi eftir að hafa smakkað hvalinn! En okkur til mikillar undrunar þá er þetta kjöt eitt allra besta lostæti sem við höfum smakkað, meira að segja heimasætan, fimmtán ára gömul, bað um meira þótt hún hefði grett sig alla við undirbúninginn. Kjötið var alveg ótrúlega gott og nú er bara að hafa úti allar klær eftir meiru - ekki sýst vegna þess að manni skilst að ekkert af þessu verði selt hér innanlands heldur fari utan. Ég skil það nú ekki. Langreyðarkjöt er örugglega einn besti forréttur sem hægt er að hugsa sér. Helst vildi ég fara með jeppakerruna uppí Hvalstöð og biðja um meira.

Þessi saga er að vissu leyti vísbending um hversu mikið starf er óunnið í PR-málum fyrir hönd hvalkjötsins, bæði hvað veiðarnar varðar og markaðsmálin innanlands.

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband