Ný vörumerkjastefna Sony Ericsson


Sony Ericsson hefur ýtt úr vör herferð í sjónvarpi sem ætlað er að kynna nýjar áherslur fyrirtækisins í vörumerkjastefnu sinni. Herferðin leiddi til þess að Bartle Bogle Hegarty sagði upp milljóna punda viðskiptum við Sony Ericsson. McCann Erickson framleiddi sjónvarpsherferðina fyrir Sony Ericsson, en í henni er grænt vörumerki Sony Erickson sett fram með nálgun sem minnir mikið vörumerkið 'I heart NY', sem margir kannast við.
BBH sagði upp samningi við Sony Ericsson, sem metinn er á um átta milljónir punda á Bretlandsmarkaði eftir að hafa orðið þess áskynja að Wolff Olins væri að vinna á bak við tjöldin fyrir Sony Ericsson að nýrri vörumerkjastefnu, sem BBH lýsti sig í grundvallaratriðum andvígt. Uppsögn BBH olli talsverðu fjaðrafoki í atvinnugreininni enda velta nú margir fyrir sér þeirri forgangsröð sem viðskiptavinir viðhafa þegar leita þarf ráðgjafar í jafnmikilvægu máli sem ný vörumerkjastefna er. Spurningin er; á að leita til auglýsingastofu í þeim efnum eða ráðgjafarfyrirtækis sem sérhæfir sig í vörumerkjum, þróun, styrkingu og stefnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband