Það sem ég hef ekki heyrt, hefur aldrei verið sagt?

Hvern dag hitti maður bísnissfólk sem ákveðið mótmælir tilvist ólíklegustu fyrirbæra. Sumt af fólkinu þekki ég vel. Aðra lítið. Aðra ekkert. Þó oftast ekkert. Óþægilegar aðstæður. 

Voða skrýtið: fólk mótmælir, mismunandi ákveðið þó, að til sé einhver ákveðin hugmynd, rök, jafna, ákveðin aðferðarfærði, skilgreining m.m. Fólk vísar frá staðreyndum. Og tjáir sig án þeirra. Ég verð jafnoft orðlaus. Jafnvel ótta sleginn. Eigin tilvist hverfur í nokkrar nanósekundur við slíkar aðstæður. Hvernig á maður að haga sér við slíkar aðstæður? Afhveru eru svona margt fólk dífolt á því, að það sem það hefur ekki séð, sé ekki til?

Er að hugleiða þetta sem ráðgjafi í boðskiptum fyrirtækja.

 

Við lifum hvern dag fyrir það að öðlast e-ð nýtt: nýjan tilgang, nýja ást, ný föt, nýjan bíl, nýja íbúð, sjá nýja kvikmynd, nýja þekkingu. Við viljum þroskast? Ætli það sé kannski þannig, að það sem ekki hefur gerst, gerist ekki? Við erum kannski ekki að þroskast? Eða þarf ég að fara taka til hjá mér?


Guðjón H Pálsson, framkvæmdastjóri GCI Íslandi og GreyTeam Íslandi

gudjon.palsson@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband