Vilja menn ekki eiga peninga?

Datt þetta í hug eftir að hafa heyrt í átta ára syni nágrannans en honum fannst nú ekki mikið til þess koma að fá 5000 krónur frá ömmu sinni þar hann sem átti nóg í banka og bauk. Baukurinn var fullur, sagði stákur og þar með átti hann nóg af peningum – en alls ekki nóg af Potterbókum, Potterspólum, Potterlitabókum, Potterslími og ... Pottersokkum?!

 

Menn vakna á morgnanna (!), oftast of seint, skutla í sig jógúrt, krökkunum í leikskólann og sjálfum sér síðan í vinnuna. Og eru þar. Í átta tíma ef ekki lengur. Þetta endurtekur sig venjulega, fimm sinnum í viku. Eini tilgangurinn er að vinna sér inn peninga. Allar fullyrðingar um að menn séu að vinna vegna þess að það er gefandi, er auðvitað út í hött. Enginn vinnur kauplaust. Allir vilja kaup. Þó er skilyrði að vinnan sé gleðigjafi svo ekki sé hægt að skilgreina hana sem þrælamennsku og gefi þannig, eitthvað af sér.

 

Hvað vilja menn eiginlega?

 

Þrátt fyrir allt strit þá vilja menn ekki eiga peninga. Þeir losa sig nefnilega við þá eins fljótt og hægt er. Menn vilja eyða, ekki í spara og helst eyða áður en þeir eignast peninganna. Menn vilja að einhverjir aðrir eigi peninganna því að þeir eru miklu minna virði en þeir hlutir sem þeir geta fengið fyrir þá.

Tíminn er nauðsynlegur fyrir kaupið en menn eru þó að reyna að drep’ann (kannski er tímakaupið lágt þess vegna). Menn vinna sér inn sem mest af peningum á sem stystum tíma til að geta eytt þeim á enn styttri tíma. Peningar eru bara drasl og þess vegna er betra að láta aðra menn fá þá í skiptum fyrir hluti sem eru líka alltaf að hækka í verði. Hlutir eru líka gott að hafa, þeir endast skemur en peningarnir.

 

Peningana eða lífið?

 

Menn lifa á voninni um að lífið verði gjöfult og gleðilegt. Hér er komin ástæðan fyrir því að menn nenna að framleiða hluti, selja hluti og kaupa hluti. Tilgangurinn er að vera sjálfum sér og öðrum til gleði. Menn þurfa að lifa hratt vegna þess að tímanir breytast. Tískan kemur og fer. Óttalegt yrði að ganga ekki í augun á öðrum. Vera einsog aðrir en helst mjög sérstakur (annað er auðvitað tapú), hvernig sem það nú fittar saman að vera einsog hinir en samt sérstakur.

 

Ekki drepast úr leiðindum. Losum okkur við peninganna. Eyðum?

Guðjón H Pálsson, framkvæmdastjóri GCI Íslandi og GreyTeam Íslandi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef engin er eins þá er engin venjulegur ekki satt?

 Kv Hjálmar

Hjálmar (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband