4.11.2006 | 09:46
Vilja menn ekki eiga peninga?
Menn vakna á morgnanna (!), oftast of seint, skutla í sig jógúrt, krökkunum í leikskólann og sjálfum sér síðan í vinnuna. Og eru þar. Í átta tíma ef ekki lengur. Þetta endurtekur sig venjulega, fimm sinnum í viku. Eini tilgangurinn er að vinna sér inn peninga. Allar fullyrðingar um að menn séu að vinna vegna þess að það er gefandi, er auðvitað út í hött. Enginn vinnur kauplaust. Allir vilja kaup. Þó er skilyrði að vinnan sé gleðigjafi svo ekki sé hægt að skilgreina hana sem þrælamennsku og gefi þannig, eitthvað af sér.
Hvað vilja menn eiginlega?
Þrátt fyrir allt strit þá vilja menn ekki eiga peninga. Þeir losa sig nefnilega við þá eins fljótt og hægt er. Menn vilja eyða, ekki í spara og helst eyða áður en þeir eignast peninganna. Menn vilja að einhverjir aðrir eigi peninganna því að þeir eru miklu minna virði en þeir hlutir sem þeir geta fengið fyrir þá.
Tíminn er nauðsynlegur fyrir kaupið en menn eru þó að reyna að drepann (kannski er tímakaupið lágt þess vegna). Menn vinna sér inn sem mest af peningum á sem stystum tíma til að geta eytt þeim á enn styttri tíma. Peningar eru bara drasl og þess vegna er betra að láta aðra menn fá þá í skiptum fyrir hluti sem eru líka alltaf að hækka í verði. Hlutir eru líka gott að hafa, þeir endast skemur en peningarnir.
Peningana eða lífið?
Menn lifa á voninni um að lífið verði gjöfult og gleðilegt. Hér er komin ástæðan fyrir því að menn nenna að framleiða hluti, selja hluti og kaupa hluti. Tilgangurinn er að vera sjálfum sér og öðrum til gleði. Menn þurfa að lifa hratt vegna þess að tímanir breytast. Tískan kemur og fer. Óttalegt yrði að ganga ekki í augun á öðrum. Vera einsog aðrir en helst mjög sérstakur (annað er auðvitað tapú), hvernig sem það nú fittar saman að vera einsog hinir en samt sérstakur.
Ekki drepast úr leiðindum. Losum okkur við peninganna. Eyðum?
Guðjón H Pálsson, framkvæmdastjóri GCI Íslandi og GreyTeam Íslandi
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Íþróttir
- Velti því stundum fyrir mér hvort hann sé lifandi
- Aron átti skemmtilegt augnablik með móður sinni
- Tindastóll stöðvaði sigurgöngu Grindavíkur
- Fjögur Íslendingalið í einum hnapp
- United-sigur eftir dramatískar lokamínútur
- Skoraði 30 stig í 30 stiga sigri
- Haukar sluppu fyrir horn í Skógarseli
- Njarðvíkursigur gegn lánlausum Hattarmönnum
- Tveggja leikja taphrinu lauk gegn KR
- Stórsigur Dana sem tóku Alfreð með sér
Athugasemdir
Ef engin er eins þá er engin venjulegur ekki satt?
Kv Hjálmar
Hjálmar (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.