Er við hæfi að blogga á útlensku?

Varðandi þessa bloggtilraun, þá hefur eitt mál reynst okkur erfiðara en önnur. Staðreyndin er sú að öll okkar innri gögn, sem gætu vel átt heima hér á þessu bloggi, eru á ensku.

Þó að GCI og MediaCom séu alþjóðleg útibú sérfræðinga í boðskiptum/boðmiðlun þá erum við auðvitað fyrst og fremst þjóðleg enda allur bísniss lókal. Við tjáum okkur á íslensku þótt ekki sé nema til að ergja Dani (sem spyrja stundum hvort við tölum ekki aðallega dönsku á Íslandi). Það er ótrúlegt hve margir telja að enginn bísness sé lókal. Hjá okkur einnig; sumir vinnufélagar okkar erlendis vilja að starfsfólk útibúa tjái sig á ensku, hvort sem er í Reykjavík eða Síngapúr. Þetta er auðvitað bara bull. Við látum okkur nægja starfstitla á ensku sem oft er erfitt að þýða. Kannski höfum við nóg að gera í þýðingum á faglegum hugtökum en stefna fyrirtækjanna er að þýða sem mest af enskum vinnuhugtökunum þó að það mælist misjafnlega vel fyrir hjá löndum okkar!

Reyndar má deila um það hvort maður tali íslensku því hvern dag slettir maður svo svakalega að það mætti halda að maður fengi greitt fyrir það. Nóg um það. Aftur að upphafinu.

Málið snýst um það hvort við ættum að þýða gögn sem við teljum að eigi heima hér á þessu bloggi. Þetta veldur okkur hugarangri. Það er dýrt að þýða. Og það sem meira er - tíminn er naumur! Fljótur að líða. Langt efni orðið gamalt þegar það loksins hefur verið þýtt.

Einnig hefur komið upp sú spurning hvort áhugaverð fagleg gögn sé gott efni fyrir blogg. Og hvort ekki ætti frekar að spjalla eða blogga um gögnin í stað þess að birta þau einsog þau koma af skeppnunni.

Nú kemur uppí manni faglegur metnaður (eða er það kannski minnimáttarkennd?). Nú spyr maður sig hvort það eigi að vera munur á tilraunabloggi okkar og öðrum fyrirtækjabloggum. Við erum jú sérfræðingar og ráðgjafar í boðskiptum. Eigum við ekki að vita allt um blogg? Hmmm.

Á meðan við leitum niðurstöðu í málinu leyfum við okkur að blogga á öðrum málum en móðurmálinu. Og bloggum um hvaða mál sem er. Við erum jú, innrásarfyrirtæki - og þetta tilraunablogg. Byrjum á samantekt sem tekin er að láni frá Bulldog Reporter’s PR University; Understanding the Power of New PR Technologies: Blogs, RSS, Ezines and Podcasts. Hér á ensku!

Gudjon Heidar Palsson
| Chief Executive Iceland | GreyTeam og GCI | gudjon.palsson@gci.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sæll Guðjón

Til hamingju með bloggið.

Þú talar um tilraunablogg. Í raun er óþarfi að skeyta tilraun fyrir framan orðið blogg í þessu samhengi. Allt sem maður gerir er tilraun. Því aldrei veit maður hvernig hlutirnir enda.

Þú átt að blogga á íslensku því þú ert Íslendingur. Og viðskiptavinir þínir eru Íslendingar. En tíminn skiptir máli. Kostnaður skiptir máli. Það tæki allt of langan tíma og yrði allt of dýrt að þýða allt efni. Það myndi þýða að það yrði ekki birt. Þá er maður verr staddur en þyrfti að vera.

Því tel ég réttu leiðina að blogga á íslensku um tiltekið málefni og tengja við það ítarefni t.d. á ensku. Þú gætir jafnvel staðfært efnið að einhverju leiti í bloggfærslunni þinni. Síðan getur maður lesið ítarefnið og þá þegar búinn að fá nokkra hugmynd um hvað það fjallar.

Best of both worlds. Think global. Act local.

Með kveðju

Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar

Egill Jóhannsson, 11.11.2006 kl. 02:46

2 identicon

Sæll Guðjón,

að sjálfsögðu bloggum við á íslensku á íslenskum bloggsíðum. Tungumálið er einn sterkasti þátturinn í því að við erum íslendingar, ekkert að því að tengja ítarefni við sem er á öðrum tungumálum.

 Meira um Íslensku.

Í umræðunni um innflytjendur undanfarið hefur oft vantað áherslu á hvað það er áríðandi að þeir sem koma annrs staðar frá læri íslensku því tungumálið er undirstaðan að því að ná fótfestu í landinu og aðlagast háttum þess, að læra málið getur komið í veg fyrir mörg önnur vandamál sem hljótast af þeirri einangrum sem menn upplifa við það að skilja ekki og geta ekki tjáð sig.

Kær kveðja

Stefán Ingólfsson

Stefán Ingólfsson (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 11:29

3 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Sæll Egill, Brimborg. Þakka ráðgjöfina. Hvernig var þetta með hænuna og eggið?

Tek undir með þér að ef efni til upplýsinga er merkilegt og hald manna að e-r vilji sé fyrir ítarefni þá ætti annað tungumál ekki að vera hindrunin.

Ég er sammála kenningu þinni um að 'allt' sem við gerum er tilraun til e-s. Markaðsvinnan er einmitt gott dæmi um tilraunir. Umhugsunarvert hvað margt markaðsfólkið hugsar ekki þannig.
Dýrt ástand, finnst mér, að mæta til markaðsvinnu með það hugarfar að hún sé alger og óbreytanleg. Við mætum vonandi til vinnu í þeim tilgangi að vinna að e-u.

Hinsvegar – boðmiðlunarlega séð. Varðandi að merkja bloggið ekki tilraun. Ef staða verks er ekki metin í upphafi og sögð hitt eða þetta; tilraun, uppkast, skissa eða eitthvað annað þá gengur fólk að verkinu og metur það með röngu hugarfari. Þú veist hvernig þetta er.
Það er eins gott fyrir sérfræðinga í boðmiðlun að merkja eigið blogg sem tilraun. Staðan á GreyTeam blogginu er einsskonar ‘prótótýpa’ þar sem allt er ekki tilbúið og umfram allt flest leyfilegt einsog efni og framsetning þess þar sem villur geta verið til staðar þó leiðinlegar séu.

Talandi um tilraunir. Eitt af því sem við eigum lýgilega erfitt með er að muna eftir undirskriftum og framsetningu þeirra. Áveðið er að hafa þær svipaðar þeim sem eru í tölvupóstum okkar. Við þurfum kannski uppfæra innra minnið í terrabæt. Eða fara endurskoða aðferðaráætlunargetu okkar, viðskiptavinum okkar til heilla..?!

/Guðjón

E.s. held einmitt að sérstaða íslenska Grey – GCI og MediaCom – innan Grey-WPP samsteypunnar sé einmitt þetta: Best of both worlds. Think global. Act like vikings.

GreyTeam Íslandi ehf, 13.11.2006 kl. 18:14

4 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Sæll Stefán Ingólfsson.

Hér lendir maður í vanda með tæknina. Betra hefði verið að svara Agli beint undir hans ath., síðan þér, beint undir þinni ath. Þær koma í tímaröð.

Þakka þér fyrir ráðgjöfina. Held að við notfærum okkur það að birta upplýsingar þó á öðru tungumáli sé. Er ekki enskan glóballókal? Þeir lesa sem skilja – eða var það öfugt?

Varðandi útlendinga og íslenskuna. Er þetta ekki sama dæmið og hér að ofan um að allur bísniss er lókal? Samskipti manna í millum fer fram á því formi þeir skilja best. Lókal tungumál er sá kostur menn velja, vilji þeir skilja hvern annan. Sammála þér. Við- og samskipti verða til með skilningi – ef viljinn er fyrir hendi.

Held að vilji...sé einmitt allt sem þarf, ekki hvort e-r eigi að fá fría kennslu eða ekki. Aðgengi að kennslunni er mikilvægara í þessu tilviki, ekki hvað hún kostar.
Ef vandamálið er hinsvegar óvilji fólks til að læra íslensku og hvetja þarf fólk til að læra hana þá er kannski einfaldasta leiðin að greiða þeim fyrir það. Greiða fyrir hvert orð. Verðið fer eftir því hversu verðmætt mönnum þykir það að fólk skilji sig og aðra á íslensku. Ekki rétt?

Held að það fólk sem vill í einlægni eiga heima hér læri íslenskuna.

Best of both worlds. Think global. Not act like vikings.

/Guðjón

GreyTeam Íslandi ehf, 13.11.2006 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband