Fyrsta alþjóðlega fyrirtækið

Corporate blogging, eða fyrirtækjablogg, er ein hraðast vaxandi samskiptaleið fyrirtækja við umheiminn í dag. En þetta fyrirbæri hefur enn ekki náð fullri fótfestu á Íslandi þótt vissulega séu einhver fyrirtæki farin að gera tilraunir með bloggið.

Brimborg var fyrsta fyrirtækið sem hóf að blogga markvisst hér á landi og samkvæmt öruggum heimildum var Greyteam annað fyrirtækið sem skráði blogg á þessum vettvangi. Við fullyrðum því að Greyteam sé fyrsta alþjóðlega fyrirtækið á Íslandi sem bloggar.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju skiptir það ykkur svo miklu máli að vera fyrstir? Skiptir ekki höfuðmáli að "vera með" (henti miðillinn því sem koma á áframfæri) og spurning um að gera vel?

Kv.,
Mr. Wong

Mr. Wong (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 19:41

2 Smámynd: Egill Jóhannsson

Í sjálfu sér skiptir engu máli að vera fyrstur nema að því leiti að það er vísbending um frumkvæði. Frumkvæði er gott. Sá sem ítrekað er fyrstur er því líklega frjórri, afkastameiri og framkvæmdaglaðari en hinir sem á eftir koma. Það er gott.

Nei, það skiptir ekki höfuðmáli að vera með. Þeir sem það segja eru í raun að afsaka það að þeir eru ekki tilbúnir til að leggja eitthvað umram á sig til að skara framúr. Eru bara með. Það er svo sem í fínu lagi ef vilja hafa það sem afstöðu. Þeirra mál. En rangt að það skipti höfuðmáli.

Það er ekki gagnkvæmt útilokandi að vera fyrstur og gera vel, kæri Wong.

Egill Jóhannsson, 12.11.2006 kl. 14:19

3 identicon

Gott svar.

Mr. Wong (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 17:02

4 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Ég er sammála Agli í þessu  máli. Að vera fyrstur er bæði til marks um frumkvæði og viljann til að vera bestur.

Í okkar geira er þetta líka mikilvægt í ljósi þess að margir okkar viðskiptavina munu í framtíðinni nota bloggið sem boðleið. Þá skiptir það verulega máli að geta sýnt fram á að hafa frumkvæði auk þess sem skilningur á miðlinum er mikilvægur. Skilninginn öðlast maður best með því að nota miðilinn.

GreyTeam Íslandi ehf, 13.11.2006 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband