Skemmtileg uppátæki í harðri samkeppni

Það er alltaf gaman þegar fyrirtæki taka upp á frumlegum uppátækjum í markaðsmálum. Við sjáum þess stað af og til bæði hér á landi og erlendis, í skemmtilegum útfærslum þar sem stundum tekst að feta leið sem ekki hefur verið farin áður. En svo bregðast krosstré sem önnur tré þegar fyrirtækin lauma út á akurinn uppátækjum sínum ef þau reyna svo að láta líta út fyrir að þau hafi hvergi komið nærri. Þá er eins gott að ekki komist upp um kauða!
Skemmtilegt og raunar saklaust dæmi um það er tilraun General Motors til að skapa eftirvæntingu meðal almennings vegna markaðssetningar á nýjum jepplingi frá fyrirtækinu, Buick Enclave. Eftirvæntinguna átti að skapa með því að taka upp 'leynivídeó' af gerð auglýsingar þar sem golfarinn Tiger Woods leikur aðalhlutverk, og lauma því svo út á netveitina YouTube. Autos Insider birti svo frétt þar sem fram kemur að GM viðurkenni að hafa staðið sjálft fyrir uppátækinu. Skemmtilegt uppátæki, þrátt fyrir að gildi myndbandsins gjaldfalli óneitanlega nokkuð þegar hið sanna kemur í ljós. En það er allt í lagi horfi maður með réttum gleraugum!
Bolli Valgarðsson Head of Media Relations | GCI Iceland

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband