14.11.2006 | 16:20
Sveitamennska?
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, fjallar um almannatengsl í nýlegri færslu á bloggi sínu og þar spyr hann meðal annars hvort við þurfum ekki að vakna af sveitamennskunni í þessum málum. "Eru íslensk stjórnvöld nógu góð í að nýta sér almannatengsl til að koma sínum skoðunum á framfæri? Eru Íslendingar ekki nægjanlega vel undirbúnir undir áróðursstríð?" spyr Egill m.a.
Rifjum aðeins upp það sem gerðist í upphafi þessa árs þegar mikill styr stóð um íslenskt efnahagslíf og íslenskan fjármálamarkað. Þá dundu á okkur skýrslur og umsagnir erlendra greiningaraðila sem vægast sagt höfðu fátt jákvætt um okkur að segja. Einhverjir sögðu að rót þessarar umfjöllunar mætti finna í afbrýði og jafnvel hræðslu erlendra aðila í garð íslenskra útrásarvíkinga og sé það rétt má segja að hér hafi verið um áróðurstríð að ræða. Ekki skal úrskurðað um hvort það sé rétt mat á málum eða hvort um skipulagðan áróður hafi verið að ræða en eftir stendur að stormurinn hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif.
Álag á skuldabréf íslenskra útgefenda hækkaði og íslenskir bankar hafa ekki getað gefið út skuldabréf á evrópskum mörkuðum síðan. Gengi krónunnar lækkaði verulega og jafnvel má færa rök fyrir því að verðbólguskotið sem nú gengur yfir eigi rætur í umfjölluninni neikvæðu. Þetta er neikvæðu áhrifin en hver eru þá þau jákvæðu?
Jákvæðu áhrifin eru fyrst og fremst þau að aðilar á fjármálamarkaði hafa tekið upplýsingagjöf sína til gagngerrar endurskoðunar. Þeir sem starfa á erlendum fjármálamörkuðum eru mun kröfuharðari hvað varðar upplýsingagjöf en við eigum að venjast hér á landi og því fengum við Íslendingar að kynnast svo um munar. Fjárfestar byggja ákvarðanir sínar á upplýsingum og eðlilega vilja þeir síður festa peninga í fyrirtækjum sem ekki sinna upplýsingagjöfinni sem skyldi.
Færa má rök fyrir því að hefðu íslensk fjármálafyrirtæki haft öflugri PR-strúktúr þegar holskeflan reið yfir hefði verið hægt að verjast "árásum" erlendra samkeppnisaðila mun betur. Reynslan er hins vegar besti skólinn og er ljóst að menn hafa lært af þessu, sem mun koma að gagni þegar fram líða stundir.
Í áðurnefndri bloggfærslu sinni nefnir Egill Jóhannsson útspil Viðskiptaráðs Íslands þegar þeir Frederic Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson voru fengnir til þess að greina íslenskt efnahagslíf. Skýrsluna má nálgast hér. Þetta var að hans mati gott PR-starf. Það er vel hægt að taka undir þessi orð Egils. Vil þó benda á að það góða í þessu var að fá hinn bandaríska Mishkin til verksins. Með fullri virðingu fyrir Tryggva Þór hefði það haft lítið að segja ef hann hefði einn skrifað skýrsluna. Það hefði bara verið enn einn Íslendingurinn að bera hönd fyrir höfuð sér.
Almannatengsl eru tiltölulega ný grein á Íslandi og ekki allir hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þeirra. Brautargengi þeirra er þó að aukast og æ fleiri stjórnendur fyrirtækja gera sér grein fyrir því að góð almannatengsl eru virðisaukandi.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.