Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Almannatengslafélag Íslands hélt í dag afar áhugaverðan hádegisverðarfund þar sem Paul nokkur Scott hélt tölu um fyrirbæri sem á ensku heitir Corporate Social Responsibility (CSR), eða samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja eins og það kallast á ástkæra ylhýra. Nánar tiltekið var efnið skýrslugerð fyrirtækja um hvað þau hafa tekið sér fyrir hendur í hinum ýmsu málaflokkum sem ekki falla undir kjarnastarfsemi þeirra.

CSR hefur á liðnum árum orðið allstór atvinnugrein enda mörgum fyrirtækjum í mun að sýna fram á að þau leggi sitt að mörkum til samfélagsins. Hér er svo sem ekki endilega verið að tala um fjárgjafir til mennta- eða líknarmála eða eitthvað í þeim dúr; innanhúsátak í umhverfismálum getur talist til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja.

Erindi Scotts var afar áhugavert, eins og áður sagði, og það er ljóst að íslensk fyrirtæki eru allaftarlega á merinni í þessum málum. Þó má gera ráð fyrir að það muni breytast á næstu árum og áratugum, sérstaklega hjá fyrirtækjum sem leita á erlenda markaði. Kröfur um bætta upplýsingagjöf aukast stöðugt og munu halda áfram að gera það. Það er því ljóst að hér er um sóknarfæri að ræða fyrir almannatengslafyrirtæki.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband