British Airways og nýja viðskiptafarrýmið

Það væri nú ekki amalegt að sitja á hinu nýja viðskiptafarrými British Airways sem verið er að innleiða í þotur félagsins sem sinna fjarlægum áfangastöðum frá London. Munur að geta lagst niður flatur og sofnað eða valið úr á öðru hundraði kvikmynda í nýja afþreyingakerfinu sem líka er verið að innleiða. Það kerfi verður reyndar smám saman innleitt á öll farrými í öllum flugflotanum.

Jafnvel þótt þetta nýja viðskiptafarrými verði ekki í þeim vélum sem sinna flugi til Íslands (enda stutt flug og litlar vélar) þá verður gaman þegar afþreytingakerfið verður komið í gagnið. Það er ánægjulegt hve landsmenn hafa tekið British Airways vel síðan áætlunarflugið hófst. Vélar félagins eru nánast í 100% tilfella fullsetnar - enda ekki von þegar farseðillinn kostar ekki nema rúmar 6 þúsund krónur aðra leið með sköttum og gjöldum. Auk þess er þjónustan um borð framúrskarandi og matur og allir drykkir í boði án endurgjalds.

Bolli Valgarðsson Head of Media Relations | GCI Iceland
Bolli.Valgardsson@gci.is

 


mbl.is Fá náttföt og inniskó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband