17.11.2006 | 11:04
Merkur hagfræðingur horfinn af sjónarsviðinu
Einn merkasti hagfræðingur sögunnar er látinn. Þótt Milton Friedman hafi verið umdeildur og ekki allir sammála skoðunum hans er ljóst að fáir hafa haft jafn mikil áhrif og hann gerði. Þar skipar hann sér á bekk með þeim Adam Smith, David Ricardo og John Maynard Keynes, sem einn helsti mótandi hinna leiðu vísinda.
Það voru þó ekki aðeins kenningar Friedmans sem ollu deilum heldur einnig hlutir eins og að hann var einn helsti ráðgjafi herforingjastjórnarinnar í Chile, undir forystu Augusto Pinochet, í efnahagsmálum.
Segja má að þrír skólar hafi ríkt í hagfræði á 20. öldinni. Fyrst hinn klassíska hagfræði, þar á eftir Keynes-ismi og síðast en ekki síst nýklassísk hagfræði en þar var Friedman leiðandi afl. Það var á síðari hluta sjöunda áratugarins og á þeim áttunda sem kenningar hans náðu almennri hylli og árið 1976 hlaut Friedman Nóbelsverðlaun í hagfræði. Undirritaður, sem er hagfræðingur, hefur ekki aðhyllst skoðanir Friedmans hingað til en ég viðurkenni þó fúslega áhrif hans.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er eitt af því sem við hjá GCI Íslandi höfum verið að fjalla um hérna á blogginu og verður meira til umfjöllunar en árið 1970 skrifaði Friedman mjög umdeilda grein í New York Times. Þar sagði hann að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja væri að auka hagnað sinn eins mikið og hægt er. Greinin hét einmitt: "The Social Responsibility of Business is to Increase its Profits." Þessi skrif eru um margt lýsandi um Milton Friedman.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Milton Friedman látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.