Vindill er ekki bara vindill

Fyrir stuttu bloggaði ég hugleiðingar um heldur þröngsýnt fólk. Er þar að spá í fólk sem ákveðið mótmælir tilvist ólíklegustu fyrirbæra. Það er engin stórlýgi að ég hitti 'svona fólk' hvern dag. Veit ekki hvað það er sem veldur þessari hegðun. Veit ekki ennþá hvort það sé bara ég sem er ekki með fullu viti. 

Getur verið að ég hafi hringt í fagmann sem lifir góðu lífi, af því virðist, á því að búa til auglýsingar fyrir Netið. Hugðist afla mér frekari upplýsinga um fyrirbærið þar sem Netið er í víðum skilningi nýtt og næstum ónotað. Taldi fagmanninn hljóta vita sitthvað um netborðagerð þar sem hann, að eigin sögn, gerir ekki annað en að búa til netborða og 'standard verð á einföldum netborða' hjá þessum, einsog það var orðað, er kr. 65.000. 

Komst fljótt að því að einfaldir netborðar á þessum verðlista urðu til úr engu og oftast sjálfs síns vegna - ekki vegna skilaboðana, ekki móttakandans né sendandans. Grafíkin er góð. Hefði kannski ekki átt að spyrja frekar um rafrænar boðleiðir Netsins. Hefði kannski ekki átt að spyrja um hvernig hann planeraði, það sem við getum kallað hér, 'hagrædda-miðlun' fyrir Netið (miðlun skilaboða sem eru 'þvinguð uppá' móttakandann, einsog t.d. auglýsing í miðri bíómynd).
Spurningin er nefnilega hvernig aðferðafræðilega er hægt að plana slíka miðlun fyrir Netið. Nóg um það.

Maðurinn sagði að ég væri ekki með fullu viti og á einhverju spítti. Hann hefði bara aldrei heyrt slíkt kjaftæði áður...! Auglýsing er bara auglýsing.

Fannst fagmaðurinn full hrokafullur. Við Íslendingar erum góðir í því að véfengja hvern annann. Skiptir engu hvort umræðuefnið er almennt eða sérfræði.

Erum við svona ung? Eitthvað er ekki til - hafi barnið ekki reynslu af því. Það sem barnið hefur ekki heyrt - hefur ekki verið sagt. Og hitt. Það hvarlar ekki einusinni að barninu að spá í hluti sem það hefur ekki séð. Það er bara ekki til.

Hef á tilfinningunni að ég sé kominn eitthvað yfir strikið; full hrokafullur. Barn er bara barn.

Jæja.

Guðjón Heiðar Pálsson | Chief Executive | GCI Iceland | gudjon.palsson@gci.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Sæll meistari. Fékk ekki uppgefið hver standardinn væri á standard borða - en miðað við það að standard borði er úr engu tilbúinn fyrir 65.000 kr. er hann voða dýr. Þorði ekki að spyrja um hvað væri neðan standardinn og hvað yfir. Ertu netborðagaldramaður? /Guðjón

GreyTeam Íslandi ehf, 18.11.2006 kl. 19:20

2 identicon

Vil hér bara senda ykkur Grey Team mönnum til hamingju með Bloggið ykkar. Þetta virðist vera vel skipulagt og innihaldsríkt blogg. Ég mun fylgjast vel með því sem þið eigið eftir að setja inn á hana. Og aldrei er að vita að maður gefi nokkur "komment".

Frá stúdent í International Communications í París

Andres Jakob (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband