20.11.2006 | 10:46
Ómar Ragnarsson: Margt gáfulegra
Ummæli Ómars Ragnarssonar sitja í mér. Var viðstaddur þegar bíll ársins var tilkynntur á dögunum. Ómar hafði þar fortölur í víðum skilningi. M.a. kynnti hann skoðun sína á stórum bílum frá Ameríku. Veit ekki hvort þessar skoðanir voru faglegar eða persónulegar. Ætla má þær faglegar þar sem Ómar talaði fyrir hönd bílablaðamanna. Held þó að Ómar hafi hinsvegar misst sig í persónulegum skoðunum sínum um umhverfisvernd?
Gat ekki túlkað orð Ómars á aðra vegu en að mikil heimska fylgdi innflutningi og akstri slíkra risa bíla. Hann sagði, ef ég man rétt, að þessi bílar væru framleiddir fyrir heyflutninga á ökrum Ameríku?! Og meinti sennilega að þessir stóru bílar væru ekki framleiddir fyrir götur Reykjavíkur!?
Að mínu viti talaði maðurinn frekar óþægilega niður til þeirra sem hafa eitthvað með slíkar tegundir bíla að gera. Þarna stóðu nefnilega nokkrir íslenskir fulltrúar umboðsaðila stórra bíla frá Ameríku. Og þögðu.Ekki rétta stundin fyrir mótmæli.
Margt gáfulegra
Hvað er Ómar í raun að segja? Er hann að segja það mun gáfulegra að eiga mörg lítil farartæki? Gáfulegra að flytja inn og eiga einn örlítinn bíl frá Ítalíu, einn miðlungs pallbíl frá Japan og eina litla flugvél frá Ameríku - að minnsta kosti? Að eitt stórt tæki sé heimskulegt?
Ergó. Verðum öll að passa okkur. Líka Ómar. Málefnið helgar ekki meðalið þó hollt sé. Burðarþol góðrar blaðamennsku er það sama og burðarþol almannatengsla en það er að finna í bókinni um siðgæðin.
Að öðru leyti. Áfram Ómar!
Guðjón Heiðar Pálsson | Chief Executive | GCI Iceland | gudjon.palsson@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Íþróttir
- Fjögur Íslendingalið í einum hnapp
- United sigur eftir dramatískar lokamínútur
- Skoraði 30 stig í 30 stiga sigri
- Haukar sluppu fyrir horn í Skógarseli
- Njarðvíkursigur gegn lánlausum Hattarmönnum
- Tveggja leikja taphrinu lauk gegn KR
- Stórsigur Dana sem tóku Alfreð með sér
- Auðvelt hjá toppliðinu gegn botnliðinu
- Alex og Sandra best á Akureyri
- Wood þrjú ár í viðbót í skóginum
Athugasemdir
Ég komst nú því miður ekki á afhendinguna og heyrði því ekki þessi ummæli.
Bílakaup, eins og önnur kaup, hljóta að fara fram m.v. þarfir hvers og eins. T.d. held ég að það væri erfitt að flytja Örkina hans Ómars upp á hálendi á Ford Fiesta þó það sé góður bíll. En Ford F350 pallbíll gæti hugsanlega séð um verkefnið.
Eins og þú lýsir orðum Ómars má með sömu aðferðafræði eins og Ómar notar (ef aðferðafræði má kalla) gera verulegar athugasemdir við flandur hans á flugvélinni um allar trissur, spúandi eldi og brennsisteini upp í viðkvæmt heiðhvolfið.
En eins og með bílakaupin, verðum við ekki að gera ráð fyrir að Ómar viti hvað hann sé að gera?
Egill Jóhannsson, 22.11.2006 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.