Um teygjanleika heita vatnsins

Hagfræðin er eitt það allra skemmtilegasta sem mannskepnan hefur fundið upp, að minnsta kosti að mínu mati enda eyddi ég nokkrum árum ævi minnar í að læra þessi fræði við góðan háskóla erlendis. Þess vegna las ég af athygli nýjustu bloggfærslu Egils Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Brimborgar, þar sem hann svarar athugasemd við fyrri færslu sína um Orkuveitu Reykjavíkur og heita vatnið.

Ég mæli með því að fólk lesi færslur Egils, sem og athugasemdina, en að vissu leyti má segja að bæði hafi rétt fyrir sér en einnig rangt. Þetta fer svolítið eftir hvernig litið er á málið, eða öllu heldur frá sjónarhorni hvers.

Er heitt vatn nauðsynjavara?
Verðteygni er eitt af grundvallarhugtökum rekstrarhagfræðinnar en hún er mæld með því hvernig neytendur bregðast við breytingu á verði vöru. Sé varan fullkomlega teygin breytist eftirspurnin umsvifalaust í andstæða átt við verðbreytinguna, þ.e. verð hækkar og eftirspurn dregst saman. Sé varan fullkomlega óteygin hefur verðbreyting engin áhrif á eftirspurn. Þar er yfirleitt um að ræða nauðsynjavörur, sem ekki eiga sér staðkvæmdavöru, svo sem ýmsar tegundir lyfja sem sjúklingar geta ekki sleppt því að kaupa hvernig sem verðið þróast. Þetta á þó eingöngu við um lyf sem einhver hefur einkaleyfi fyrir, þ.e. einokun ríkir, og ekki er til neitt sem getur komið í staðinn fyrir það.
 
Lítum nú á dæmið um heita vatnið. Er heitt vatn nauðsynjavara? Nei, ekki samkvæmt ströngustu skilgreiningu. Hitinn er aftur á móti nauðsynjavara en það eru til margar leiðir við að hita híbýli. Það þarf ekki nauðsynlega að leiða heitt vatn inn í hús til þess að hita þau. Hægt er að nota rafmagn til þess hita vatnið, eða jafnvel kynda með rafmagnsofnum, og ennfremur má brenna olíu eða einhverju í þeim dúr til þess að hita vatn. Annað sem gerir það að verkum að heitt vatn er ekki óteygin vara er sú staðreynd að hægt er að nota það sparlega og klæða sig vel eða leggjast undir sæng.

Teygni þrátt fyrir einokun
Einokunarstaða er frumskilyrði fyrir fullkominni óteygni en hún þarf ekki endilega að fela í sér óteygni. Með því sem að ofan stendur er ég í raun búinn að sýna fram á að þrátt fyrir að Orkuveita Reykjavíkur hafi einokunarstöðu á þeim svæðum sem hún starfar, orkufyrirtæki skipta svæðum á milli sín, getur hún ekki hækkað verð hvernig sem henni sýnist. Einhvern tímann fara neytendur að leita sér annarra leiða til þess að verða sér út um hita.

Ef við lítum svo á spurninguna um hvort bílar geti verið staðkvæmdavörur fyrir aðra bíla þá fer það allt eftir því hvernig litið er á málið. Egill færir góð rök fyrir því að bílar geti ekki verið staðkvæmdavörur fyrir aðra bíla en þetta er þó í mínum huga þó nokkuð flókið mál. Þetta fer í raun allt eftir því hver tilgangurinn með notkun er. Fyrir verktaka sem þarf að flytja mikið af verkfærum og efni getur lítil Ford Fiesta ekki komið í stað Ford F-150 pallbíls. En ef markmiðið er bara að komast á milli staða og flytja ekki neitt hlýtur það að vera? Eða hvað ....

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha frábær umræða um hagfræði

Minnir mig á góðan frasa sem er vel við hæfi að sletta í þessu sambandi: "   " Economics is the only field in which two people can get a Nobel Prize for saying the opposite thing"  

 

Harpa Eggertsd. (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 20:33

2 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Annað sem sagt hefur verið um okkuar hagfræðingana: "Hagfræðingur er maður sem skrifar um eitthvað, sem hann botnar ekkert í, og lætur liggja að því að það sé lesandanum að kenna."

Látum það liggja á milli hluta, en þetta er mjög áhugavert dæmi sem er komið upp. Hagfræðin getur skýrt ýmislegt á mjög einfaldan hátt, það eru iðkendurnir sem flækja málin. /Sverrir Þór

GreyTeam Íslandi ehf, 21.11.2006 kl. 00:20

3 Smámynd: Egill Jóhannsson

Sverrir, þetta er góð færsla hjá þér. Áfram svona.

Egill Jóhannsson, 22.11.2006 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband