21.11.2006 | 08:49
Blogg frábærra teiknara
Mig langar til að nota þessa bloggsíðu til að vekja áhuga fólks á áhugaverðum bloggsíðum þar sem myndlistarmenn ráða ríkjum eða kannski frekar teiknarar (illustrators). Þegar ég var við nám í Los Angeles in the eighties.... kynntist ég þessum heimi nokkuð þar sem margir kennarar skólans voru jafnframt starfandi teiknarar. Mér hefur alltaf þótt mikið til góðra teiknara koma, þar sem saman fer skemmtilegur stíll og frumlegar hugmyndir og framsetning. Fremstan á meðal jafningja tel ég Bandaríkjamanninn Brad Holland sem hefur verið gríðarlegur áhrifavaldur í þessum geira í gegnum árin í Bandaríkjunum, hann hefur nokkrum sinnum skipt um stíl en er samt alltaf áhugaverður. Holland vakti fyrst áhuga minn með erótískum teikningum sem birtust mánaðarlega í nokkur ár í Playboy tímaritinu. Playboy hefur alltaf verið mikið griðland fyrir teiknara og flestir ef ekki allir þeir bestu hafa fengið verk birt eftir sig á síðum þess. Að lokum langar mig að benda ykkur á Drawn, sem er frábær bloggsíða. Síðan virðist vera sameiginlegt hugarfóstur hóps áastríðufullra teiknara og tilgangurinn sá að vekja athygli á efnilegum og spennandi teiknurum hvaðanæva að úr heiminum. Eftirfarandi lýsingu að finna á forsíðunni: "Drawn! site is a multi-author blog devoted to illustration, art, cartooning and drawing. Its purpose is to inspire creativity by sharing links and resources. Albert Einstein said, The secret to creativity is knowing how to hide your sources, but what the hell did he know anyway?The site was conceived by John, like all good ideas, while goofing off at work. Hvet ykkur til að kíkja á þessa síðu, hún er uppfærð nánast daglega með linkum á spennandi bloggsíður, t.d. eru þarna linkar á starfandi artista hjá Disney og fleiri frábærum animation stúdíóum.
Halldor R Larusson | Head of Art Direction | GCI Iceland
halldor.larusson@gci.is
Halldor R Larusson | Head of Art Direction | GCI Iceland
halldor.larusson@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Athugasemdir
Ég held að þetta sé einmitt frábært dæmi um hvernig bloggið er að virka sem miðill til að tengja fólk um allan heim saman í gegnum þeirra áhugamál eða fag.
Góð bloggfærsla, Halldór.
Egill Jóhannsson, 22.11.2006 kl. 09:15
Þakka þér fyrir Egill. Maður er að feta þessi spor bloggins. Hinsvegar hef ég tekið eftir því að maður þarf að venja sig við bloggið. Setja það inn í rútínuna með tannburstanum. Eins og með þetta seina svar mitt.
Halldór (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.