21.11.2006 | 11:55
Saga af batnandi lífskjörum
Í Morgunblaðinu í dag er frétt þess efnis að hinn mikli brottflutningur pólskra verkamanna til annarra landa sé orðinn til þess að skortur sé á vinnuafli í þessu stóra ríki í A-Evrópu. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af því að pólskir verkamenn leita gæfunnar annars staðar, enda eru þeir ekki spámenn í eigin föðurlandi frekar en aðrir.
Sýnist sitt hverjum um straum erlendra verkamanna hingað á klakann, sumir taka því afar illa og öðrum finnst þetta hið besta mál (þess má geta að undirritaður er í síðari hópnum). Hvað sem því líður má til sanns vegar færa að sennilega hefði orðið erfitt að halda við þeim mikla hagvexti og efnahagslega uppgangi sem hér hefur verið án aðstoðar okkar erlendu vina.
Sumir hafa gagnrýnt þá staðreynd að erlendu verkafólki hafa verið greidd lægri laun en gengur og gerist hér á landi og vilja jafnvel meina að það muni verða til þess að skapa hér láglaunahagkerfi. Það er hæpið að slíkar fullyrðingar fái staðist en maður á svo sem aldrei að segja aldrei. Nú er hins vegar komin upp sú athyglisverða staða að í Póllandi ríkir skortur á vinnuafli. Þetta er gott dæmi um það hvernig dýnamík framboðs- og eftirspurnar á vinnumarkaði leiðir til hækkandi launastigs í löndum þar sem almenningur býr við mun lægri laun en t.d. hér á landi.
Pólskt verkafólk hefur eins og áður segir leitað gæfunnar utan heimalandsins, þar sem laun eru hærri og hægt er að senda fé heim til fjölskyldunnar sem hefur það betra en ella. Þá myndast skortur á verkafóllki og í raun eru ekki margar leiðir í boði til þess að mæta þeim skorti. Eina lífvænlega leiðin er að hækka launin. Þá munu eflaust einhverjir flytja heim til fjölskyldunnar og þiggja hin bættu kjör sem þar eru í boði. Vilji íslenskir athafnamenn áfram njóta þjónustu þessa verkafólks verða þeir að hækka launin og því batna kjör erlends verkafólks hér á landi einnig.
Erlent verkafólk mun aðeins leita hingað svo lengi sem lífskjör eru betri hér á landi. Lífskjör á milli landa jafnast hins vegar út þegar fólk flyst á milli í leit að bestu kjörunum (munum að lífskjör eru ekki einungis mæld í launum). Nú geri ég mér fyllilega grein fyrir því að lífskjör í Póllandi munu ekki jafnast við íslensk á næstu árum en hins vegar leiðir brottflutningur til þess að þau batna.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Viðskipti
- Öll framleiðsla í Lund innan 5 ára
- Erum með ágætis spil á hendi
- Norskir stýrivextir óbreyttir
- Uppselt á fræðsluþing Steypustöðvarinnar
- Lífeyrissjóðir ánægðir með 2024
- Málstofa um samskipti fjárfesta og stjórna félaga
- Norðmenn leysa skráningu Cybertruck
- Harpa nýr framtakssjóður Kviku
- Sjá mikil tækifæri í samstarfinu
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
Athugasemdir
Þú lætur þetta hljóma eins og þetta geti ekki verið öðruvísi. Enda er það staðreynd. Þetta er frábærlega vel skrifað.
Ég held að rétt væri að senda slóðina á þessa færslu á helstu verkalýðsforingja landsins og jafnvel á frjálslyndaflokkinn líka.
Þetta er svo augljóst að það er með ólíkindum að til sé fólk sem áttar sig ekki á þessum staðreyndum.
Hitt er svo annað mál að stjórnvöld hefðu auðvitað átt að undirbúa betur komu erlends fólks hingað til lands. Það er ekki eins og enginn aðdragandi hafi verið að málinu því þetta hefur legið í loftinu svo árum skiptir.
Það á að líta á þetta fólk sem tækifæri. Sem það er. Það hefur bætt lífskjör Íslendinga undanfarin ár svo gríðarlega að það ætti að senda þeim öllum jólakort í stað þess að skammast í þeim.
Velkomin til Íslands.
Egill Jóhannsson, 22.11.2006 kl. 09:20
Takk fyrir það, Egill. Þú kannski tekur það að þér að koma þessu á framfæri .
Hvað varðar aðkomu stjórnvalda að þessu máli er hún að mörgu leyti gagnrýniverð, en einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að enginn hafi gert sér grein fyrir hversu gífurleg sprenging varð í þessum málum. Við vissum að þetta gæti gerst en ekki svona snögglega. Hvað segir þú um það, og aðrir?
GreyTeam Íslandi ehf, 22.11.2006 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.