Þensluhvetjandi?

Víglundur Þorsteinsson, sem lengi hefur verið í fararbroddi í íslensku atvinnulífi, hefur fengið margar góðar hugmyndir um dagana. Nú hefur hann varpað fram þeirri hugmynd að stofnaður verði auðlindasjóður, sbr. frétt Morgunblaðsins hér að neðan.

Hugmynd Víglundar er að mörgu leyti mjög áhugaverð; af hverju á íslenska þjóðin ekki að njóta auðlinda sinna á beinni hátt en áður hefur gerst. Vissulega njótum við þeirra í formi opinberrar þjónustu, sem er fjármögnuð með skattfé sem meðal annars verður til vegna auðlindanna. En hvers vegna ættum við ekki að fá arðinn beint í vasann? Þegar stórt er spurt ...!

Þó verð ég að setja eitt spurningamerki við þetta, og það er í ljósi efnahagsástandsins sem nú ríkir. Það er alveg ljóst að aðgerð af þessu tagi er þensluhvetjandi og eins og staðan er í dag, þurfum við kannski ekki alveg á því að halda. Þýðir það að hugmyndin eigi ekki rétt á sér? Alls ekki, að mínu mati má útfæra hana þannig að þegar góðæri ríki sé arðurinn ekki greiddur út heldur látinn ávaxta sig en þegar harðnar á dalnum sé uppsöfnuð upphæð greidd út. Þannig mætti ef til vill nota auðlindasjóð til þess að jafna hagsveiflurnar en þetta er afar vandasamt og því þarf að skoða þetta mál afar vandlega.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Leggur til auðlindasjóð í eigu almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband