22.11.2006 | 09:51
Þensluhvetjandi?
Víglundur Þorsteinsson, sem lengi hefur verið í fararbroddi í íslensku atvinnulífi, hefur fengið margar góðar hugmyndir um dagana. Nú hefur hann varpað fram þeirri hugmynd að stofnaður verði auðlindasjóður, sbr. frétt Morgunblaðsins hér að neðan.
Hugmynd Víglundar er að mörgu leyti mjög áhugaverð; af hverju á íslenska þjóðin ekki að njóta auðlinda sinna á beinni hátt en áður hefur gerst. Vissulega njótum við þeirra í formi opinberrar þjónustu, sem er fjármögnuð með skattfé sem meðal annars verður til vegna auðlindanna. En hvers vegna ættum við ekki að fá arðinn beint í vasann? Þegar stórt er spurt ...!
Þó verð ég að setja eitt spurningamerki við þetta, og það er í ljósi efnahagsástandsins sem nú ríkir. Það er alveg ljóst að aðgerð af þessu tagi er þensluhvetjandi og eins og staðan er í dag, þurfum við kannski ekki alveg á því að halda. Þýðir það að hugmyndin eigi ekki rétt á sér? Alls ekki, að mínu mati má útfæra hana þannig að þegar góðæri ríki sé arðurinn ekki greiddur út heldur látinn ávaxta sig en þegar harðnar á dalnum sé uppsöfnuð upphæð greidd út. Þannig mætti ef til vill nota auðlindasjóð til þess að jafna hagsveiflurnar en þetta er afar vandasamt og því þarf að skoða þetta mál afar vandlega.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Leggur til auðlindasjóð í eigu almennings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Erlent
- Rússar segja ásakanir Breta óverjandi
- Sprenging við klúbbhús Bandidos
- Axel Rudakubana dæmdur til 52 ára
- Svakalega öflug lægð
- Loka starfsstöðvum í kjölfar stéttarfélagsaðildar
- Milei: Sakleysisleg handahreyfing
- Kalla eftir neyðaraðstoð fyrir íbúa
- Fasteignamógúll handtekinn vegna gruns um svik
- Fordæmalaust fárviðri sem gæti orðið sögulegt
- Þúsundir flýja heimili sín á ný
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.