Hvenær verður samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja til?

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur verið þó nokkuð í umræðunni á undanförnum vikum, sérstaklega eftir að Björgólfur Guðmundsson skrifaði miðopnugrein í Morgunblaðið um þetta fyrirbæri. Ég hef áður bloggað um hádegisverðarfund þar sem skýrslugerð um CSR var rædd en tilefni þessarar færslu er grein sem birt var í Markaðnum, viðskiptakálfi Fréttablaðsins í gær, undir fyrirsögninni Ábyrgð eða auglýsing?

Ég saknaði eftirfylgni við spurninguna í fyrirsögnina en það er þó jákvætt að fjölmiðlar séu farnir að veita þessu athygli. Það sem eftir satí mínum huga eftir að hafa lesið greinina er spurningin áleitna í fyrirsögninni. Ef við tökum Glitnismaraþonið sem dæmi má spyrja sig: Er það dæmi um auglýsingu eða samfélagslega ábyrgð?

Ég velti þessu mikið fyrir mér í gær og í morgun og spurningin er alltaf sú sama: Hvar eru mörkin dregin? Ég get tekið undir lokaorð blaðamanns Markaðarins, sem sagði að ef ekki væri fyrir myndarlegan stuðning fyrirtækja við ýmis menningar- og íþróttamálefni væri fátæklega um að litast á þeim vettvangi. En gera fyrirtækin þetta bara af einskærri góðmennsku. Styrkir fyrirtæki A einhverja tónleika af því að starfsmenn þess hafa svo gaman af tónlist? Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að svo sé ekki. Fyrirtækin sjá sér einhvern hag í því að styrkja slíka viðburði. En hvar eru mörkin dregin? Hvenær hættir slíkur stuðningur að vera markaðsstarfsemi og fer að verða samfélagsleg ábyrgð.

Hver einasta aðgerð af þessu tagi hefur visst auglýsingalegt gildi, þ.e. hefur jákvæð áhrif á ímynd fyrirtækja. Þessi áhrif á ekki að vera erfitt að mæla í krónum og tölum. Heilabrot mín hafa leitt mig til þeirrar niðurstöðu að þegar styrkurinn er orðinn hærri en hið auglýsingalega gildi í krónum talið, er hægt að tala um samfélagslega ábyrgð. Ekki fyrr. Og hananú.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband