24.11.2006 | 11:15
Hnetur
Oft er talað um að auglýsingar séu eitt lægsta form listsköpunar, ég er alveg ósammála því, fátt gleður mig meira en frábær auglýsing, hún hrífur mig á sama hátt og fallegt listaverk....en hvar er línan og hver segir hvað er list og hvað ekki. Alveg frá því að ég man eftir mér hafa auglýsingar vakið áhuga minn, yfirleitt eru þetta auglýsingar með sterkt myndmál eins og ein sem ég sá fyrir stuttu, við (áhorfandinn) erum stödd á sjávarbotni og horfum upp, fullt af hákörlum eru á milli okkar og yfirborðsins syndandi í rólegheitum og vekur kona í gulum sundbol engan áhuga þeitrra þar sem hún busslar með hausinn upp úr sjónum....gríðarlega flott mynd en maður áttar sig ekki alveg á um hvað málið snýst fyrr en maður sér að þetta er auglýsing frá Tampax...s.s. túrtappaauglýsing.
Önnur sem ég man eftir í fljótu bragði...hver auglýsing er andlitsmynd, karlar og konur með mismunandi áverka, eins og það hafi verið lamið...en í hæga horninu er mynd af glugahreinsiúða..s.s. fólkið labbaði á gler sem hafði verið þrifið með þessum rúðuvökva...snilldar lausn á ekkert sérlega spennandi vöru.
Eða þessi hér um rasisma.
Ein bloggsíða sem ég fer reglulega á er Advertising for Peanuts. Þarna setur bloggarinn inn reglulega bráðskemmtilegar auglýsingar, oft þarf maður að skoða þær í soldinn tíma til að átta sig eins og til dæmis MacDonalds auglýsingarnar sem eru þarna.....þarna eru menn að hugsa í alveg öfuga átt finnst mér en það svín virkar. .....nóg í bili, góða helgi
Halldor R Larusson | Head of Art Direction | GCI Iceland | halldor.larusson@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.