Hvenær er rétti tíminn?

Michael Richards, frægur grínisti, hefur fengið almannatengil í sína þjónustu til þess að lægja öldurnar eftir að hann lét miður falleg orð falla um þeldökkan áhorfanda á sýningu sinni. Og reyndar lét hann ekki þar við sitja því einhvers staðar las ég að hann hefði látið bandaríska gyðinga heyra það við annað tækifæri. Þar með hefur manninum, sem hlýjaði öllum um hjartarætur með túlkun sinni á Kramer, tekist að móðga nánast alla þá sem tilheyra minnihlutahópum þar vestra. Myndband af ummælum Richards má finna á vef CNN.

Ætli almannatenglinum takist að koma Richards í náðina á ný? Ekki skal hér úr því skorið en spurningin er hvort það sé ekki heldur seint að ráða almannatengilinn nú. Kannski ekki fyrir einstakling, en hefði fyrirtæki lent í þessu hefði verið heldur seint að byrgja brunninn eftir að barnið datt ofan í hann.

Það er því miður allt of algengt að fyrirtæki láti almannatengsl sitjá á hakanum. Margir telja sig geta gert þetta innanhúss, og enn aðrir virðast vera þeirrar skoðunar að almannatengsl séu bóla sem springur og að það sé algjör þvæla að eyða peningum í slíkt. Síðan dynja ósköpin yfir og þá er oft heldur seint í rassinn gripið að fá aðstoð sérfræðinga utan úr bæ. Áfallastjórnun er mun einfaldari ef almannatengillinn þekkir innviði fyrirtækisins fyrirfram, það er alltaf erfiðara að koma að verki ef maður þarf að byrja á að kynna sér boðleiðir innan fyrirtækja o.s.frv.

Árangursík almannatengsl eru langtímaverkefni. Skammtímaaðgerðir á borð við það að malbika ofan í holur geta haft góð áhrif til skamms tíma en það dugir ekki til lengdar. Góð almannatengsl eru virðisaukandi og því ber að taka slík mál alvarlega.

 Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is „Kramer“ réði sér almannatengil til þess að koma iðrun sinni á framfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband