Einn fremsti tónlistarmaður sögunnar

Síðastliðinn föstudag voru 15 ár síðan ein helsta hetja tónlistarsögunnar féll frá; Freddie Mercury, söngvari hljómsveitarinnar Queen, sem hafði verið ein vinsælasta hljómsveit heims um nær tveggja áratuga skeið.

Sönghæfileikar Freddie voru ótrúlegir og fáir rokksöngvarar höfðu jafn mikið vald á því sem þeir voru að gera. Á sviði var hann einstakur, sem og hljómsveitin öll, og segja margir þeirra sem hafa upplifað tónleika með Queen það hafa verið lífsreynslu sem aldrei líður úr minni. Einstaklega minnisstæðir munu Live Aid tónleikarnir sem haldnir voru á Wembley í London árið 1985. Þar báru Queen af öðrum hljómsveitum og staðfestu orðspor sitt sem besta hljómleikasveit í heimi. Sagt er að tiltölulegra nýlegri könnun hafi frammistaða Queen á Live Aid verið valin besta tónleikaframmistaða hljómsveitar frá upphafi.

Mercury lést úr alnæmi og varð það til þess að almenn umræða um sjúkdóminn kviknaði. Það var aðeins degi áður sem sögusagnir þess efnis að hann væri með alnæmi voru staðfestar en fullyrða má að hann hafi orðið mörgum harmdauði.

Þeir sem vilja fræðast frekar um Mercury geta annaðhvort fylgt tenglinum hér að ofan eða farið á Wikipedia en ef einhverjir eru að velta fyrir sér tenginunni við almannatengsl má geta þess að hann var menntaður auglýsingateiknari.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband