27.11.2006 | 11:34
Margar hliðar á öllum teningum
Umræðan um erlent fólk á íslenskum vinnumarkaði heldur áfram og ekki ólíklegt að þetta verði eitt mesta hitamál kosningabaráttunnar í vor. Eins og á við um flest önnur mál er margir áhugaverðir fletir á málinu og nær öruggt að seint verða allir sammála um málið. Einn af göllunum við þessa umræðu er sá að í henni felast miklar tilfinningar og í slíkum málum gætir oft misskilnings.
Ég var ræða við einn félaga minn um þessi mál um helgina, tek það fram að hann er að mestu leyti sammála mér um þessi mál og hafði einmitt lesið bloggfærslu mína Saga af batnandi lífskjörum. Fyrr þann dag hafði komið fram í fréttum að pólskir starfsmenn hjá einhverju byggingaverktakafyrirtæki fengju um 150 þúsund krónur á mánuði, og þar af greiddu þeir um 60 þúsund fyrir fæði og gistingu. Restina sendu flestir til fjölskyldna sinna heima í Póllandi. Ekki fylgdi sögunni hvort þessi upphæð var fyrir eða eftir skatta en það virðist engu að síðurvalda einhverjum áhyggjum að 60% launanna séu send úr landi. Þarna er verið að flytja verðmæti úr landi.
Þetta var meðal þess sem við félagarnir ræddum og benti ég honum á þá einföldu staðreynd að ef ekki væri fyrir þessa pólsku verkamenn myndu þessi verðmæti ekki verða til. Vissulega fara einhver verðmæti úr landi, en eftir standa húsin sem þeir eru að byggja, sem eru varanleg verðmæti. Ennfremur fara 40% launanna í að kaupa mat og húsnæði. Húsnæði sem ef til vill nýttist ekki áður er að skila eigendum sínum tekjum.
Sem sagt: það eru fleiri en ein hlið á þessu máli eins og öðrum. En ég vil þó taka fram að frekar en öðrum þykja mér 150 þúsund krónur fyrir að strita 12 tíma á dag, sex daga vikunnar, ekki mannsæmandi laun. Hvort sem miðað er við fyrir skatt eða eftir.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Viðskipti
- Öll framleiðsla í Lund innan 5 ára
- Erum með ágætis spil á hendi
- Norskir stýrivextir óbreyttir
- Uppselt á fræðsluþing Steypustöðvarinnar
- Lífeyrissjóðir ánægðir með 2024
- Málstofa um samskipti fjárfesta og stjórna félaga
- Norðmenn leysa skráningu Cybertruck
- Harpa nýr framtakssjóður Kviku
- Sjá mikil tækifæri í samstarfinu
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.