Margar hliðar á öllum teningum

Umræðan um erlent fólk á íslenskum vinnumarkaði heldur áfram og ekki ólíklegt að þetta verði eitt mesta hitamál kosningabaráttunnar í vor. Eins og á við um flest önnur mál er margir áhugaverðir fletir á málinu og nær öruggt að seint verða allir sammála um málið. Einn af göllunum við þessa umræðu er sá að í henni felast miklar tilfinningar og í slíkum málum gætir oft misskilnings.

Ég var ræða við einn félaga minn um þessi mál um helgina, tek það fram að hann er að mestu leyti sammála mér um þessi mál og hafði einmitt lesið bloggfærslu mína Saga af batnandi lífskjörum. Fyrr þann dag hafði komið fram í fréttum að pólskir starfsmenn hjá einhverju byggingaverktakafyrirtæki fengju um 150 þúsund krónur á mánuði, og þar af greiddu þeir um 60 þúsund fyrir fæði og gistingu. Restina sendu flestir til fjölskyldna sinna heima í Póllandi. Ekki fylgdi sögunni hvort þessi upphæð var fyrir eða eftir skatta en það virðist engu að síðurvalda einhverjum áhyggjum að 60% launanna séu send úr landi. Þarna er verið að flytja verðmæti úr landi.

Þetta var meðal þess sem við félagarnir ræddum og benti ég honum á þá einföldu staðreynd að ef ekki væri fyrir þessa pólsku verkamenn myndu þessi verðmæti ekki verða til. Vissulega fara einhver verðmæti úr landi, en eftir standa húsin sem þeir eru að byggja, sem eru varanleg verðmæti. Ennfremur fara 40% launanna í að kaupa mat og húsnæði. Húsnæði sem ef til vill nýttist ekki áður er að skila eigendum sínum tekjum.

Sem sagt: það eru fleiri en ein hlið á þessu máli eins og öðrum. En ég vil þó taka fram að frekar en öðrum þykja mér 150 þúsund krónur fyrir að strita 12 tíma á dag, sex daga vikunnar, ekki mannsæmandi laun. Hvort sem miðað er við fyrir skatt eða eftir.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband