27.11.2006 | 12:20
Netnotkun dregur úr sjónvarpsáhorfi
Athyglisverðar niðurstöður í könnun BBC á sjónvarpsáhorfi, sem Morgunblaðið sagði frá um helgina. Samkvæmt niðurstöðunum segist stór hluti aðspurðra sem skoðar myndskeið á netinu horfa minna á sjónvarp fyrir vikið.
Jafnvel þótt aðeins 9% segist skoða myndskeið á netinu að staðaldri er ljóst að vægi þessarar notkunar netsins kemur einungis til með að aukast á næstu árum á kostað sjónvarpsáhorfs. Með sífellt fullkomnari tækni, t.d. bættum myndgæðum, sífellt meiri nethraða og endalauss vals um afþreyingu sem finna má á netinu getur ekki farið á annan veg því aukið val dregur ávallt úr notkun sambærilegrar vöru/þjónustu sem fyrir er á markaði. Fleiri keppa um athygli fólks. Sama kakan er sífellt skorin í fleiri sneiðar.
Hvaða svar hafa sjónvarpsrekendur gagnvart þessari þróun? Er langt þar til þróunin fer að koma niður á sjónvapsstöðvunum fyrir alvöru eða geta menn andað rólega enn um sinn???
Bolli Valgarðsson | GCI Iceland | Head of Media Relations
bolli.valgardsson@gci.is
Vefvarpsáhorf dregur úr sjónvarpsáhorfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Athugasemdir
Persónulega er ég nánast alveg hættur að horfa á sjónvarp, en ég stunda YouTube gláp grimmt, málið er bara að maður verður að vita á hvað maður vill horfa á. Annars held ég að sjónvarpsrekendur geta alveg slappað af, útvarp er enn á lífi í dag, ég sé ekki ástæðu afhverju sjónvarpið ætti að hverfa á undan.
Gunnsteinn Þórisson, 27.11.2006 kl. 13:42
Takk fyrir þetta. Já, þú bendir réttilega á að sjónvarpsrekendur geti slappað af - eins og útvarpsrekendur á sínum tíma við innrás sjónvarpsins - og eins og bókaútgefendur gera enn þann dag í dag þrátt fyrir harða samkeppni við aðra afþreyingu.
GreyTeam Íslandi ehf, 27.11.2006 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.