Netnotkun dregur úr sjónvarpsáhorfi

Athyglisverðar niðurstöður í könnun BBC á sjónvarpsáhorfi, sem Morgunblaðið sagði frá um helgina.  Samkvæmt niðurstöðunum segist stór hluti aðspurðra sem skoðar myndskeið á netinu horfa minna á sjónvarp fyrir vikið.

Jafnvel þótt aðeins 9% segist skoða myndskeið á netinu að staðaldri er ljóst að vægi þessarar notkunar netsins kemur einungis til með að aukast á næstu árum á kostað sjónvarpsáhorfs. Með sífellt fullkomnari tækni, t.d. bættum myndgæðum, sífellt meiri nethraða og endalauss vals um afþreyingu sem finna má á netinu getur ekki farið á annan veg því aukið val dregur ávallt úr notkun sambærilegrar vöru/þjónustu sem fyrir er á markaði. Fleiri keppa um athygli fólks. Sama kakan er sífellt skorin í fleiri sneiðar.

Hvaða svar hafa sjónvarpsrekendur gagnvart þessari þróun? Er langt þar til þróunin fer að koma niður á sjónvapsstöðvunum fyrir alvöru eða geta menn andað rólega enn um sinn???

Bolli Valgarðsson GCI Iceland | Head of Media Relations
bolli.valgardsson@gci.is


mbl.is Vefvarpsáhorf dregur úr sjónvarpsáhorfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnsteinn Þórisson

Persónulega er ég nánast alveg hættur að horfa á sjónvarp, en ég stunda YouTube gláp grimmt, málið er bara að maður verður að vita á hvað maður vill horfa á. Annars held ég að sjónvarpsrekendur geta alveg slappað af, útvarp er enn á lífi í dag, ég sé ekki ástæðu afhverju sjónvarpið ætti að hverfa á undan.

Gunnsteinn Þórisson, 27.11.2006 kl. 13:42

2 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Takk fyrir þetta. Já, þú bendir réttilega á að sjónvarpsrekendur geti slappað af - eins og útvarpsrekendur á sínum tíma við innrás sjónvarpsins - og eins og bókaútgefendur gera enn þann dag í dag þrátt fyrir harða samkeppni við aðra afþreyingu.

GreyTeam Íslandi ehf, 27.11.2006 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband