Er gests augað glöggt?

Enn og aftur gerist það. Erlendir greiningaraðilar telja sig þurfa að hafa vit fyrir landanum og segja ekki nóg gert til þess að rétta af misvægið í efnahagsmálum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við fáum slíkan boðskap að utan og eflaust ekki það síðasta og sýnist sitt hverjum.

Getur verið að í einhverjum tilvikum hafi erlendir greiningaraðilar rétt fyrir sér? Ég skal fúslega viðurkenna að ég tek skýrslum greiningardeilda erlendra banka með vissum fyrirvara enda hefur verið sýnt fram á að einhverjar þeirra eru runnar undan rifjum aðila sem vilja koma höggi á íslenska keppinauta sína. Þegar stofnanir á borð við OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) telja ástæðu til að benda á það sem betur má fara finnst mér hins vegar full ástæða til þess að sperra eyrun og skrifa niður.

Íslendingar eru fullgildir aðilar að bæði OECD og IMF og er það þessum stofnunum engann veginn í hag að vísvitandi birta ranga greiningu á íslensku efnahagslífi og fjármálakerfi. Jafnframt hafa OECD og IMF á sínum snærum færustu sérfræðinga og þar sem Ísland er fullgildur aðili að þessum stofnunum má ætla að þær hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru hverju sinni.

Sérfræðingar OECD segja líklegt að enn frekar þurfi að auka aðhald í stjórn peningamála og eru þeir á svipuðum nótum og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, sem sagði nýlega að líklegt væri að stýrivextir Seðlabankans yrðu hækkaðir í desember. Þetta þarf í raun ekki að koma óvart. Vissulega hefur tekist að stöðva verðbólguna og virðast flestir á því að hún muni hjaðna á næstu mánuðum. Seðlabankinn hefur þó ekki þann munað að bíða eftir því að spár greiningaraðila verði að veruleika. Hann hefur það lögbundna hlutverk að hafa hemil á verðbólgunni og verður því að bregðast við á meðan verðbólgan er yfir efri mörkum verðbólgumarkmiðsins. Það má deila um kosti þessa fyrirkomulags og galla en svona er þetta bara.

Lög eru lög og þeim ber að fylgja.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is OECD segir enn þörf á fastatökum í íslenskum peningamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband