Netið drap brandarann

Vinur minn sagði mér tvo brandara um daginn, frekar langa og grófa en ég grenjaði samt af hlátri. Eftir á fór ég að ræða við félaga hvað það væri langt síðan einhver hafði sagt mér brandara og sömuleiðs hvað það væri langt síðan ég hafði sagt brandara. Í dag segir maður alltaf ,,varstu búinn að lesa/fá sendan þennan brandara??"
Hér á árum áður voru heilu partýin/vinnustaðirnir undirlögð/lagðir af bröndurum og skemmtilegheitum. Nú er öldin önnur, netið sér um að kokka ofan í okkur brandarana, maður les, brosir og áframsendir, oft fær maður sama brandarann frá mörgum sama daginn, brandara sem 15 manns, nánustu samstarfsmenn og félagar fengu líka. Það er sko engin ástæða til að reyna að segja hann í næsta kaffitíma! Gi sé lof er ég hættur að fá senda brandara og var að velta fyrir mér hvort það væri kannski að gerast víðar. Kannski helst að konur séu að senda á milli sín einhvern grodda?
Þannig að ég vil meina að brandarinn og það að segja brandara sé deyjandi menning og það er skelfilegt...fátt er skemmtilegra en að hlæja af góðum og vel sögðum brandara. En svona er lífið, stundum eins og lélegur og illa sagður brandari.
Halldór R Lárusson | Head of Art Direction | GCI Iceland | halldor.larusson@gci.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband