29.11.2006 | 11:24
Ekki til eftirbreytni
Nýlega heimsótti ég skyndibitastað einn í Smáralind og ætlaði að grípa með mér ruslmat þar sem ég var tímabundinn. Þegar verið var að afgreiða mig veitti ég því athygli að sá sem afgreiddi mig var merktur auli og meðan ég beið eftir matnum tók ég eftir því að annar starfsmaður var hafði orðið bestur á spjaldi sem nælt var á bringu hans.
Mörgum þykir þetta eflaust afskaplega fyndið og meinlaust, segja jafnvel að með þessu vilji starfsmennirnir létta andann á vinnustaðnum. En mér þykir þetta satt að segja ekki til eftirbreytni, því þetta hefur áhrif á trúverðugleika staðarins. Segjum sem svo að ég færi að kaupa bíl hjá Agli í Brimborg. Sölumaðurinn sem tekur á móti mér er með barmmerki sem stendur á auli. Myndi ég kaupa af honum bíl? Ég held ekki, frekar myndi ég leita á náðir annars sölumanns, eða jafnvel annars fyrirtækis.
Get ég treyst því að starfsmaður veitingastaðar, sem tekur starf sitt ekki alvarlegar en svo að hann gangi um stoltur af því að vera auli, höndli matinn minn með þeirri virðingu sem ég á heimtingu á? Það er ég ekki viss um.
Nú getur vel verið að fólki finnist þetta nöldur og tuð í mér. Eða hvað ...
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.