Oft veltir lítil þúfa

Markaðurinn, viðskiptakálfur Fréttablaðsins, birtir í dag frétt þess efnis að erfiðara sé að hafa hemil á verðbólgu í litlum hagkerfum en í þeim stærri. Er þar vitnað í vinnuskjal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, en ef mark er takandi á einhverjum í þessum efnum ætti það einmitt að vera IMF.

En þarf þetta að koma á óvart? Ef við tökum tölfræðina sem dæmi getum við séð að í litlu úrtaki hefur einn aðili mun meira vægi heldur en í stóru úrtaki. Það sama hlýtur að gilda um hagfræðina. Í litlu hagkerfi ættu gjörðir eins aðila að hafa mun meiri áhrif en í stóru hagkerfi. Þetta ætti þó að gilda í báðar áttir, þ.e. það er ekki eingöngu erfiðara að hemja verðbólguna heldur einnig verðhjöðnun.

IMF bendir réttilega á að eigi aðgerðir Seðlabanka Íslands að virka verði hið opinbera að vera samtaka Seðlabankanum, annað er eins og að berja hausnum utan í stein. Þetta á þó ekki bara við um ríkið, fjármálastofnanir ættu einnig að vinna í sömu átt og Seðlabankinn. Hér er ekki átt við að skrúfa alveg fyrir útlánaveitingar, heldur að þær eigi að vera skynsamlegar.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband