29.11.2006 | 23:32
Oft veltir lítil þúfa
Markaðurinn, viðskiptakálfur Fréttablaðsins, birtir í dag frétt þess efnis að erfiðara sé að hafa hemil á verðbólgu í litlum hagkerfum en í þeim stærri. Er þar vitnað í vinnuskjal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, en ef mark er takandi á einhverjum í þessum efnum ætti það einmitt að vera IMF.
En þarf þetta að koma á óvart? Ef við tökum tölfræðina sem dæmi getum við séð að í litlu úrtaki hefur einn aðili mun meira vægi heldur en í stóru úrtaki. Það sama hlýtur að gilda um hagfræðina. Í litlu hagkerfi ættu gjörðir eins aðila að hafa mun meiri áhrif en í stóru hagkerfi. Þetta ætti þó að gilda í báðar áttir, þ.e. það er ekki eingöngu erfiðara að hemja verðbólguna heldur einnig verðhjöðnun.
IMF bendir réttilega á að eigi aðgerðir Seðlabanka Íslands að virka verði hið opinbera að vera samtaka Seðlabankanum, annað er eins og að berja hausnum utan í stein. Þetta á þó ekki bara við um ríkið, fjármálastofnanir ættu einnig að vinna í sömu átt og Seðlabankinn. Hér er ekki átt við að skrúfa alveg fyrir útlánaveitingar, heldur að þær eigi að vera skynsamlegar.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.